Morgan Stanley veitir ríflega 16,5 milljarða lán til Milestone


Morgan Stanley veitir ríflega 16,5 milljarða lán til Milestone.

Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley. Um er að ræða ríflega 16,5 milljarða lán til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins. Lántaka þessi kemur í kjölfar erlendrar fjámögnunar Milestone á síðastliðnu ári þegar annar alþjóðlegur fjárfestingabanki tók þátt í fjármögnun Milestone vegna kaupa á 100% hlut félagsins í Sjóvá. 
  
Samstarfið við Morgan Stanley er mjög þýðingarmikið skref og markar þáttaskil í fjármögnun á Milestone. 

Rekstur og efnahagur Milestone hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum samhliða því sem unnið hefur verið að breytingum á skipulagi félagsins og mótun skýrrar fjárfestingastefnu. Helstu eignir félagsins eru ríflega 20% hlutur í Glitni hf, tryggingafélagið Sjóvá hf. og 85% hlutur í fjárfestingabankanum Askar Capital. 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðmundur Ólason forstjóri Milestone ehf. 
Sími 414-1800