Fagfjárfestasjóðurinn CDO1 - Ársuppgjör 2006


Framsetning ársreiknings Fagfjárfestasjóðsins CDO1 er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.

Afkoma Fagfjárfestasjóðsins CDO1 árið  2006.

Lykiltölur í m.kr.		
		
Tímabil	2005	2005
 	 	 
Hagnaður tímabils færður á hlutdeildarskírteini	111	55
 	 	 
		
Dagsetning	31/12/06	31/12/05
 	 	 
Eigið fé	985	879
 	 	 


"	Hagnaður varð af rekstri sjóðsins árið 2006 að fjárhæð 111 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi, en Fagfjárfestasjóðurinn CDO1 er útgefandi skuldabréfaflokkanna CDO1 A1, CDO1 A2, CDO1 A3, CDO1 A4, CDO1 A5, CDO1 B1, CDO1 B2, CDO1 B3, CDO1 C1, CDO1 C2 og CDO1 C3 sem skráðir eru á Kauphöll Íslands.

"	Eigið fé sjóðsins nam í lok júní 985 m.kr. skv. efnahagsreikningi og hækkaði um 12,1% frá sama tímabili í fyrra.

"	Ársreikningurinn var kannaður af KPMG hf. sem telur að við könnun þeirra hafi ekkert leitt í ljós sem bendir til annars en að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2006, efnahag í lok þess og breytingu á handbæru fé og hreinni eign sjóðsins, í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur.

Eigið fé Rekstrarfélags Kaupþings banka hf., sem er rekstraraðili Fagfjárfestasjóðsins CDO1, þann 31.12.2006 nam  3.484  m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 56,6% en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. er dótturfélag Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans.

Hægt verður að nálgast ársreikning félagsins frá og með 26. mars 2007 í móttöku Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. að Borgartúni 19, Reykjavík.

Nánari upplýsingar um ársreikning Fagfjárfestasjóðsins CDO1 og Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. veitir Ómar Kaldal Ágústsson, framkvæmdastjóri í síma 444-6000.

Attachments

Fagfestasjourinn CDO1 - 12 2006.pdf