Rekstrarfélag Kaupþings banka - Ársuppgjör 2006


Afkoma Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. árið 2006.

Stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2006.

Lykiltölur í m.kr.				
				
Tímabil	2006	2005	2004	2003
 				 
Hreinar rekstrartekjur	3.165	1.714	1.015	313
Rekstrargjöld	956	659	292	221
Hagnaður fyrir skatta	2.209	1.055	723	92
Hagnaður eftir skatta	1.057	865	593	76
 	 	 	 	 
				
Dagsetning	31/12/06	31/12/05	31/12/04	30/12/03
 	 	 	 	 
Eigið fé	3.484	1.665	798	205
 	 	 	 	 

"	Hagnaður Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. eftir skatta árið 2006 nam 1.811 m.kr. samanborið við 865 m.kr árið 2005.  Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. er dótturfélag Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans.

"	Hreinar rekstrartekjur námu 3.165 m.kr. samanborið við 1.714 m.kr. árið 2005.

"	Rekstrargjöld námu 956 m.kr. samanborin við 659 m.kr. árið 2005.

"	Eigið fé 31.12.2006 nam 3.484 m.kr. skv. efnahagsreikningi miðað við 1.664 m.kr. fyrir ári síðan. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 56,6% en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%.

"	Rekstrarfélagið sér m.a. um eignastýringu og rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingasjóða og fagfjárfestasjóða.  Fagfjárfestasjóðurinn CDO 1, ICEQ verðbréfasjóður og fagfjárfestasjóðurinn KB ABS 1 og KB ABS 2 eru skráðir í Kauphöll Íslands.  Sérstakir ársreikningar eru gerðir fyrir þá sjóði og þeir birtir sérstaklega í fréttakerfi Kauphallarinnar.

"	Ársreikningurinn var kannaður af KPMG hf. sem telur að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2006, efnahag þeirra 31. desember 2006 og breytingu á handbæru fé félagsins og hreinni eign sjóðanna á árinu, í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur.


Hægt verður að nálgast ársreikning félagsins frá og með 26. mars 2007 í móttöku Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. að Borgartúni 19, Reykjavík

Nánari upplýsingar um ársreikning Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. veitir Ómar Kaldal Ágústsson, framkvæmdastjóri í síma 444-6000.

Attachments

Rekstrarfelag KB - A-hluti - 12 2006.pdf