- Dagsetning viðskipta: 18.7.2007


Nafn tilkynningarskylds aðila:
Milestone ehf.

Heimilisfang:
Suðurlandsbraut 12, 
108 Reykjavík

Dagsetning viðskipta:
18.7.2007

Fjöldi hluta í viðskiptum:
154.037.511

Fjöldi hluta fyrir viðskipti:
154.037.511

Fjöldi hluta eftir viðskipti:
0

Hlutfall af heildarhlutafé fyrir viðskipti %:
4,57%

Hlutfall af heildarhlutafé eftir viðskipti %:
0,00%

Tilkynnt á grundvelli:
1. tl. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 33/2003

	
Aðrar upplýsingar:	

Milestone ehf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa gengið að tilboði Novator
eignarhaldsfélags ehf. um kaup þess síðastnefnda á öllum hlutum félaganna
tveggja í Actavis Group hf. Samtals átti Milestone 154.037.511 hluti að
nafnvirði og Sjóvá 44.522.259 hluti að nafnvirði - samtals 198.559.770 hluti að
nafnvirði í Actavis í gegnum framvirka samninga með hluti í félaginu. Eign
félaganna tveggja jafngilti samtals um 5,89% af heildarhlutafé í Actavis Group
hf. Eftir að viðskiptin ganga í gegn eiga félög tengd Milestone ehf. engin bréf
í Actavis Group hf. 

Milestone ehf. og tengd félög hafa verið hluthafar í Actavis Group hf. frá
stofnun félagsins og Milestone hefur stutt félagið með ráðum og dáð í örum
vexti þess síðastliðinn áratug. Gott samstarf hefur verið á milli Milestone og
stjórnar, hluthafa og stjórnenda Actavis í gegnum tíðina. Salan markar nokkur
tímamót fyrir Milestone sem hefur í auknum mæli einbeitt sér að fjárfestingum í
fjármálafyrirtækjum á Norðurlöndum. 

Milestone notar tækifærið og óskar eigendum og starfsmönnum Actavis velfarnaðar
í framtíðinni og þakkar þeim gott og farsælt samstarf í gegnum árin.