SP-Fjármögnun hf. - Árshlutareikningur - 6 mán.


Fréttatilkynning frá SP-Fjármögnun hf. - 21.07.2008


Árshlutauppgjör SP-Fjármögnunar hf. 30.06.2008

Stjórn SP-Fjármögnunar hf. hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir
fyrstu 6 mánuði ársins 2008.  Lykiltölur úr rekstri eru þessar helstar (í
millj. króna á verðlagi hvers árs): (Sjá viðhengi) 

SP-Fjármögnun hf. er eignaleigufyrirtæki og starfar eftir lögum um
fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.  Félagið er dótturfélag Landsbanka Íslands hf.,
sem á 51,0% hlutafjár, og er árshlutareikningurinn hluti af samstæðureikningi
móðurfélagsins og eru upplýsingar um afkomu og fjárhagsstöðu samstæðunnar þar. 
Aðrir hluthafar eru nokkrir sparisjóðir.  Stærsti eignarhluturinn er í eigu
Byrs sparisjóðs sem á 34,58% og Sparisjóðsins í Keflavík sem á 10,09% en aðrir
eiga minna en 10% hver. 

Árshlutareikningur SP-Fjármögnunar hf. er gerður í samræmi við alþjóðlegan
reikningsskilastaðal IAS 34 um árshlutareikninga, eins og hann hefur verið
staðfestur af Evrópusambandinu (EU). 


Hreinar tekjur yfir 1 milljarð á fyrri hluta árs 2008

	Hreinar tekjur voru 1.027 milljónir sem er 6% aukning frá fyrri hluta árs
2007 þegar hreinar tekjur námu 967 milljónum. 

	Rekstrarkostnaður jókst um 14,4% frá fyrra ári og nemur nú 315 milljónum.

	Framlag í afskriftarreikning var 147 milljónir og er það aukning um rúm 70%
frá fyrra ári. 

	Hagnaður eftir skatta nam 416 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2008 en
var 473 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. 


Efnahagsreikningur stækkar mikið sökum veikingar krónunnar

	Efnahagreikningur félagsins hefur stækkað verulega frá áramótum.  Kemur það
einkum til sökum veikingar krónunnar á árinu, en mjög stór hluti útlána
SP-Fjármögnunar hf. er gengisbundinn.  Efnahagur félagsins var um síðustu
áramót 49,2 milljarðar en stendur nú í 68,7 milljörðum. 

	Eigið fé SP-Fjármögnunar hf. var í júnílok kr. 4.644 milljónir. 
Eiginfjárhlutfall félagsins (CAD hlutfall) sem reiknað er á grunni Basel II
reglna er 10,9% en skv. lögum má það ekki vera lægra en 8%. 


Vanskilahlutföll 

	Í lok júní 2008 námu vanskil eldri en 30 daga tæpu 1% af heildarútlánum og
höfðu aukist úr tæpum 0,6% frá ársbyrjun. 

	Heildarvanskil eru í júnílok um 1.120 milljónir kr. en á sama tíma nam
virðisrýrnunarreikningur útlána og eignaleigusamninga hins vegar tæpum 1,4% af
heildarútlánum eða 938 milljónum króna. 


Afkoma SP-Fjármögnunar hf. er í samræmi við áætlanir þrátt fyrir að verulega
hafi hægt á nýjum útlánum og vanskil hafi aukist talsvert á árinu.  Blikur eru
á lofti í efnahagslífinu og útlit fyrir að hinum mikla vexti sem verið hefur á
útlánum á undanförnum misserum sé lokið í bili.  Engu að síður eru líkur á að
afkoma ársins verði í samræmi við áætlanir.  Rekstur SP-Fjármögnunar er
traustur, eigendur félagsins eru sterkir og er SP-Fjármögnun því vel í stakk
búið að skila góðri afkomu á komandi misserum. 
Í stjórn SP-Fjármögnunar hf. eru Þorgeir Baldursson formaður, Elín
Sigfúsdóttir, Guðmundur Davíðsson, Magnús Ægir Magnússon og Ragnar Z.
Guðjónsson.  Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Georg Gunnarsson. 

Attachments

sp-fjarmognun hf. - frettatilkynning me lykiltolum.pdf sp-fjarmognun hf. - samandreginn arshlutareikningur.pdf