Vegna endurmats Seðlabankans á óvörðum verðbréfum


Seðlabanki Íslands hefur framlengt til 10. desember nk. áðurgefinn frest til
Sparisjóðabanka Íslands hf. til að leggja fram auknar tryggingar vegna óvarinna
verðbréfa sem Sparisjóðabankinn hefur í veðlánunum hjá Seðlabankanum og útgefin
voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Krafa um auknar tryggingar nemur um 60
milljörðum króna. 

Sparisjóðabankinn leitar samninga við Seðlabankann og/eða ríkissjóð vegna
kröfunnar auk þess sem viðræður standa einnig yfir við erlenda lánadrottna
bankans.