Fjármálaeftirlitið skipar skilanefnd fyrir Sparisjóðabanka Íslands hf.


Fjármálaeftirlitið (FME) hefur skipað skilanefnd fyrir Sparisjóðabanka Íslands
hf., samanber ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þar að lútandi dags. 27. mars sl. 

Í skilanefndina hafa verið skipaðir:
Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, formaður,
Erling Tómasson, löggiltur endurskoðandi,
Hjördís Edda Harðardóttir, hæstaréttarlögmaður,
Jón Ármann Guðjónsson, héraðsdómslögmaður og
Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Líkt og tilkynnt var 23. mars sl. er Sparisjóðabankinn í greiðlustöðvun og er
rétt að árétta að skipan skilanefndar fyrir bankann hefur ekki áhrif á þá stöðu
bankans. 

Ákvarðanir FME varðandi Sparisjóðabankann má nálgast á heimasíðu FME:
http://www.fme.is/?PageID=866