- Birting ársreiknings 2008


Uppgjör Eglu hf. fyrir árið 2008 mun ekki verða birt í lok apríl.  Félagið
hefur fengið heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamnings við
lánardrottna sína. 
  
Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er félögum sem
eingöngu hafa skráð skuldabréf ekki skylt að birta ársreikning að því gefnu að
nafnverð eininga skuldabréfanna sé að minnsta kosti jafngilt 4,6 millj. kr.
Fjárhæðir eru grunnfjárhæðir sem eru bundnar gengi evru (EUR) 3. janúar 2007
(92,37). 

	

F.h. stjórnar Eglu hf.


Kristinn Hallgrímsson hrl.,
sem jafnframt gefur nánari upplýsingar í síma 8941750.