Afskráning skuldabréfa


Stjórn Verðbréfunar hf. tilkynnir hér með um að félagið  hefur óskað eftir því
að neðangreindir skuldabréfaflokkar, sem skráðir voru á Nasdag OMX Iceland hf.
verði teknir úr viðskiptum, enda hafa þeir verið greiddir að fullu. 
 
•	VBR 02 1 - ISIN IS0000007813
•	VBR 99 1 - ISIN IS0000003481
 
Tilkynnt var opinberlega um fyrirhugaða afskráningu hinn 17. september 2009 og
kom þá fram að kröfuhafar væru 5 talsins. Þá kom jafnframt fram að NBI hyggðist
kaupa skuldabréfin af öðrum kröfuhöfum. Samkvæmt skilmálum skuldabréfana er
óheimilt að greiða skuldina upp fyrr en á lokagjalddaga, hafi bréfið ekki verið
dregið út og innleyst fyrir þann tíma. Samkvæmt samkomulagi við kröfuhafa var
framkvæmdur útdráttur allra útistandandi skuldabréfa hinn 1. desember 2009 og
voru öll skuldabréfin innleyst í kjölfarið. NBI hf. keypti af Verðbréfun þær
skuldir sem áður voru til tryggingar greiðslu á skuldabréfunum. Því eru engin
útistandandi skuldabréf í þeim flokkum sem nú er óskað eftir að verði tekin úr
viðskiptum.