Ríkið yfirtekur rekstur Byrs - Hefur ekki áhrif á daglega starfsemi


Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs. Starfsemin mun halda áfram
í óbreyttri mynd og verður opnunartími útibúa því eins og áður hefur verið.
Allar innstæður eru tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands frá því
í febrúar 2009 sem staðfest var í desember síðastliðnum. Engin röskun verður á
þjónustu við viðskiptavini. 

Stjórn Byrs sparisjóðs hefur farið fram á að Fjármálaeftirlitið taki yfir
starfsemi sparisjóðsins í kjölfar þess að samningaviðræðum við kröfuhafa þans
lauk án árangurs. Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og
skulda sparisjóðsins kemur fram að innlán Byrs sparisjóðs og eignir hafa verið
fluttar til nýs viðskiptabanka, Byrs hf.  Byr hf. hefur verið stofnaður og eru
að fullu í eigu ríkisins. 
Fjármálaeftirlitið hefur skipað Byr sparisjóði bráðabirgðastjórn. 
Í bráðabirgðastjórn Byrs sparisjóðs eru:
•         Eva Bryndís Helgadóttir, hrl., formaður
•         Ágúst Kristinsson, löggiltur endurskoðandi
•         Árni Ármann Árnason, hrl. 

Í stjórn Byrs hf. eru:
•	Stefán Halldórsson, formaður
•	Ólafur Halldórsson
•	Dóra Sif Tynes
•	Árelía Guðmundsdóttir
•	Páll Ásgrímsson
Meðfylgjandi skjal inniheldur ákvörðun Fjármálaeftirlitsins varðandi Byr
sparisjóð.

Attachments

akvorun fjarmalaeftirlitsins varandi byr sparisjo.pdf