N1 hf var rekið með 191 milljóna tapi fyrstu 6 mánuði ársins


Tap N1 hf. fyrir tímabilið 01.01.2010 - 30.06.2010 er 191 millj. kr. eftir
skatta. 
    
Veltufé frá rekstri nam 298 millj. kr. en var 1.155 millj. kr. fyrir sama
tímabil á fyrra ári. 
 
Eigið fé félagsins er tæpir 6,5 milljarðar þann 30.06.2010.

Sjá lykilstærðir í viðhengi

Árshlutareikningur N1 hf. þann 30.06.2010 hefur verið staðfestur af stjórn
félagsins og forstjóra.  Árshlutareikningurinn er  byggður á alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum (IFRS) og hefur samanburðarfjárhæðum verið breytt til
samræmis við nýjar reikningsskilareglur. 

Rekstur
Rekstrartekjur félagsins nema 21.945 millj. kr. samanborið við 17.215 millj.
kr. fyrir sama tímabil árið 2009.  Hagnaður fyrir afskriftir og leigugjöld
nemur 1.054 millj kr. samanborið við 1.897 millj fyrir sama tímabil ári 2009.  
Rekstrartap tímabilsins nam 191 millj. kr á móti 474,2 millj. kr. hagnaði
fyrir sama tímabil árið áður. Helstu breytingar á milli ára eru fólgnar í
verulegum samdrætti í eldsneytissölu og margna vikna verðstríði á
neytendamarkaði.  Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 520,5 millj. kr. og voru
einnig neikvæðir um 587,8 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2009. 

Eignir
Bókfært verð eigna félagsins í lok tímabilsins nam 25.765 millj. kr. samanborið
við 25.292 millj. kr. í árslok 2009.  Fastafjármunir standa nánast í stað á
tímabilinu og nema 12.012 millj. kr. lok þess.  Veltufjármunir hafa aukist úr
13.301 millj. kr.í 13.753 millj. kr. 

Eigið fé
Eigið fé þann 30. júní 2010 nam 6.447 millj. kr. samanborið við 6.638 millj.
kr. þann 31.12.2009. 

Skuldir
Í lok tímabilsins námu heildarskuldir félagsins 19.318 millj. kr. 

Staða og horfur
Rekstrarhorfur út árið eru áfram erfiðar vegna óvissu í efnahagsmálum. Nánast
öllum stórum verklegum framkvæmdum er lokið og verk sem hafa verið undirbúin
hafa tafist ítrekað. Óvissa ríkir um rekstrargrundvöll sjárvarútvegsfyrirtækja
sem er einn mikilvægasti viðskiptamannahópur félagsins. Kaupmáttur almennings
hefur dregist mikið saman og mestar líkur eru á að sú þróun haldi áfram.
Almennir kjarasamningar eru lausir nú í haust, og ekki er útilokað að
vinnudeilur verði viðvarandi næstu mánuði. 


Nánari upplýsingar veita Hermann Guðmundsson forstjóri og Elías Bjarni
Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 440 1000

Attachments

frettatilkynning n1 30 06 2010.pdf tafla 06 2010.xls arsreikningur n1 hf  30 6 2010.pdf