Ársuppgjör 1. janúar 2013 til 31. desember 2013


  • Hagnaður Spalar ehf eftir skatta fyrir tímabilið 1. janúar 2013 til 31. desember 2013 nam 355 mkr., hagnaður á rekstrarárinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2012 nam 238 mkr. Hagnaður Spalar ehf eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins sem er 1. október 2013 til 31. desember 2013 nam 38 mkr. en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 9 mkr. Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

  • Greiðsluflæðið gefur betri mynd af gangi félagsins þar sem verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifast til greiðslu fram til loka lánstímans, þ.e. 2018. Greiðslugeta félagsins undanfarin 5 ár hefur verið sterk. Um 629 mkr. (2012:627 mkr.) voru greiddar í afborganir og vexti á tímabilinu og nauðsynlegt umframfjármagn var að auki til staðar 31. desember 2013 eins og lánasamningar gera ráð fyrir.

 

  • Veggjald ársins nam 1.091 mkr. til samanburðar við 1.058 mkr. árið áður sem er 3,1 % hækkun.

 

  • Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrir tímabilið 1. janúar 2013 til 31.desember 2013 nam 329 mkr. og lækkar um tæpar 13 mkr frá árinu áður þegar hann nam 342 mkr. Skýrist þessi lækkun fyrst og fremst af lækkun á tryggingum og aðkeyptri sérfræðiþjónustu.

 

  • Afskriftir á árinu námu samtals 120 mkr. og voru á sama tímabili árið áður 116 mkr.

 

  • Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld lækka á milli ára um 47,6 mkr.

 

  • Skuldir Spalar ehf lækka úr 3.821 mkr. þann 31. desember 2012 í 3.473 mkr. þann 31. desember 2013.



Um uppgjörið

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að umferð og tekjur séu heldur meiri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.
Tímabilið frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013 er fimmtánda fjárhagsár félagsins. Á þessu tímabili fóru 1.887 þúsund ökutæki um göngin sem greiddu veggjald sem er um 2,5% aukning frá sama tímabili árið áður. Þessi fjöldi samsvarar því að um 5.171 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag hvern. Meðaltekjur fyrir hverja ferð um göngin hafa hækkað.

_________________________________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar veitir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar ehf, í síma 433 5910.


 

Lykiltölur úr rekstri Spalar ehf. í þúsundum króna: Sjá fréttatilkynningu

 

 


Attachments

Spölur ehf ársreikn  31 12 2013_27-2-2014.pdf Fréttatilkynning frá Speli ehf 27-2-2014.pdf