RÚV og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í viðræðum um skilmálabreytingar á skuldabréfi vegna eldri lífeyrisskuldbindinga


Ríkisútvarpið ohf. og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eiga í viðræðum um skilmálabreytingar á skuldabréfinu RUV 00 1 . Markmiðið er að létta á greiðslubyrði RÚV og jafna hana til lengri tíma. Viðræðurnar eru liður í fjárhagslegri endurskipulagningu RÚV en félagið hefur þegar með góðum árangri gripið til fjölmargra aðgerða til að færa fjárhag félagsins til betri vegar. Rekstur félagsins hefur verið hallalaus á undanförnum tveimur árum og gera áætlanir ráð fyrir áframhaldandi hallalausum rekstri. Á meðan á viðræðum stendur mun RÚV greiða samningsbundna vexti en ekki af afborganir af skuldabréfinu.