FORK 17 0901 – Boðun kröfuhafafundar vegna skilmálabreytinga skuldabréfaflokks


Fagfjárfestasjóðurinn ORK (sjóðurinn) er útgefandi skuldabréfaflokksins FORK 17 0901 sem er skráður hjá Nasdaq Iceland (skuldabréfaflokkurinn).

Þann 28. júlí sl. var tilkynnt að sjóðurinn hefði yfirtekið hlutabréf í HS Orku hf., nánar tiltekið samtals 996.821.339 hluti í HS Orku, sem handveðsettir voru til tryggingar efndum skuldabréfs, útgefið af Magma Energy Sweden AB. Stjórn HS Orku hf. var tilkynnt um eigendaskipti að hlutunum þann 28. júlí sl., en stjórn félagsins hefur forkaupsrétt að fölum hlutum samkvæmt samþykktum félagsins og að félaginu frágengnu hafa hluthafar HS Orku hf. forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Fyrir liggur að hvorki stjórn HS Orku hf. né Magma Energy Sweden AB munu nýta forkaupsrétt sinn vegna yfirtökunnar, en ekki liggur fyrir afstaða Jarðvarma slhf. til forkaupsréttarins.

Samkvæmt samþykktum HS Orku hf. hafa forkaupsréttarhafar tveggja mánaða frest til að beita forkaupsrétti sínum og telst fresturinn frá tilkynningu til stjórnar um tilboð. Hefur Jarðvarmi slhf. því frest til 28. september nk. til að taka afstöðu til forkaupsréttar.

Lokagjalddagi skuldabréfaflokksins er 1. september 2017, en boðað hefur verið til kröfuhafafundar kröfuhafa skuldabréfsins, sem haldinn verður þriðjudaginn 29. ágúst nk. kl. 12:00 að Borgartúni 29, Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga um að samþykkt verði skilmálabreyting á skuldabréfaflokknum, þar sem lokagjalddagi skuldabréfaflokksins verði 1. nóvember 2017, í stað 1. september 2017 áður.

Nánari upplýsingar veitir Rekstrarfélag Virðingar hf. sem er rekstraraðili útgefanda í síma 5856500