FAST-1 slhf. - Samstæðuárshlutareikningur 2017


Samstæðuárshlutareikningur FAST-1 slhf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2017 var samþykktur af stjórn þann 25. ágúst 2017.

Heildarafkoma samstæðunnar á fyrri árshelmingi nam 24,7 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.

Vakin er athygli á að framsetning árshlutareikningsins hefur breyst frá birtingu síðasta ársreiknings. Megin breytingin felur í sér að eignir samstæðunnar eru nú flokkaðar sem eignir haldið til sölu, sem er í samræmi við reikningsskilastaðal IFRS 5. Til samræmis við stofngögn félagsins, og skráningarlýsingu vegna skuldabréfaflokks útgefnum af því, er stefnt að því að selja eignir félagsins fyrir lok starfstíma þess. Undirbúningur að söluferli eigna samstæðunnar er hafinn. Til nánari skýringa vísast til árshlutareikningsins.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Reynisson, framkvæmdarstjóri FAST-1 slhf. í gegnum netfangið gisli@contra.is eða símanúmerið 856 5111.

Attachments:

http://www.globenewswire.com/NewsRoom/AttachmentNg/9763c4df-1e59-40c6-a5bc-08d63e195f41


Attachments

FAST-1 Samstæðuárshlutareikningur 2017.pdf