Afskráning skuldabréfaflokka RNH 16 og RNH 27


Það tilkynnist því hér með að tveir skuldabréfaflokkar Reykjaneshafnar, kt. 410190-1099, Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ þ.e. RNH 27 0415 ISIN nr. IS000002618 og RNH 16 1015 ISIN nr. IS0000020626 hafa verið greiddir að fullu í samræmi við skilmálabreytingar sem gerðar voru í samræmi við vilja meira hluta skuldabréfaeigenda, sbr. tilkynningu sem birt var þann 20. september sl. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti skilmálabreytingarnar fyrir sitt leyti á bæjarráðsfundi þann 20. september 2017. Skilmálabreytingin fólst m.a. í því að við uppgjör á skuldabréfaflokkunum skyldu vextir reiknaðir 4,8% frá 15. október 2015 til greiðsludags í stað 6%.

Samhliða tilkynningu þessari hefur einnig verið send inn afskráningarbeiðni til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. og þess óskað að framangreindir skuldabréfaflokkar verði afskráðir úr kerfum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar.