Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021


Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2018 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi í gær.

Rekstrarafkoma A- og B hluta er áætluð jákvæð um 156 milljónir. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun 2019-2021.

Fjárhagsáætlunin er sett fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Dvalarheimi aldraðra sf., Félagslegar íbúðir, Hafnasjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ohf., Leigufélagið Hvammur ehf. og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf. Á árinu 2018 er gert ráð fyrir að Leigufélag Hvamms ehf. verði fært í nýtt félagsform, húsnæðissjáfseignarstofnun.

Samkvæmt yfirliti um sjóðsstreymi á árinu 2018 verður veltufá frá rekstri A og B hluta um 658 milljónir og fjárfestingahreyfingar um 713 milljónir. Munar þar mestu um slökkvistöð, félagslegar íbúðir, gatnagerð og framkvæmdir Orkuveitu Húsavíkur. Áætlunin gerir ráð fyrir að tekin verði ný lán vegna framkvæmdanna upp á 160 milljónir og afborganir lána verði um 259 milljónir. Handbært fé A og B hluta sveitarfélagsins verði þá 304 milljónir í lok árs.

 

Nánari upplýsingar veitir Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri í síma 464 6100


Attachments

Þriggja ára áætlun Norðurþings_A og B hluti_2019-2021.pdf Þriggja ára áætlun Norðurþings_A hluti_2019-2021.pdf Áætlun Norðurþings 2018_samstæða .pdf