FAST-1 slhf. - Samstæðuársreikningur FAST-1 slhf. fyrir árið 2017


Samstæðuársreikningur FAST-1 slhf. fyrir árið 2017 var samþykktur af stjórn þann 28. mars 2018.

Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2017 nam 832 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.

Vakin er athygli á að framsetning samstæðuársreikningsins fyrir árið 2017 hefur breyst frá birtingu síðasta samstæðuársreiknings. Megin breytingin felur í sér að eignir samstæðunnar eru nú flokkaðar sem eignir haldið til sölu, sem er í samræmi við reikningsskilastaðal IFRS 5. Í samræmi við hluthafasamkomulag og samþykktir félagsins var ákveðið að hefja undirbúning að söluferli á eignum samstæðunnar og þann 19. nóvember 2017 var undirritaður samningur við Reginn hf. um einkaviðræður. Framsetning samstæðuársreikningsins sýnir því nú starfsemi haldið til sölu. Til nánari skýringa vísast til samstæðuársreikningsins og fyrri tilkynninga félagsins.

Félagið er í stýringu hjá Íslandssjóðum og Contra.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Reynisson, framkvæmdarstjóri FAST-1 slhf. í gegnum netfangið gisli@contra.is eða símanúmerið 856 5111.

Attachment:

http://www.globenewswire.com/NewsRoom/AttachmentNg/9f79bbcf-6e27-4871-a9cf-b149ce14aa97


Attachments

FAST-1 Samstæðuársreikningur 2017.pdf