FAST-1 slhf. - Niðurstöður aðalfundar og upplýsingafundar skuldabréfaeigenda flokksins FAST-1 12 1


FAST-1 slhf. – Niðurstöður aðalfundar og upplýsingafundar skuldabréfaeigenda flokksins FAST-1 12 1

Niðurstöður aðalfundar:

Aðalfundur FAST-1 var haldinn í dag, 7. júní 2018. kl. 14:30.

Á aðalfundinum samþykktu hluthafar félagsins sölu á eignasafni þess til Regins hf. Með tilkynningu félagsins sem birt var 18. maí sl., um að undirritaður hafi verið kaupsamningur um sölu á öllu eignasafni FAST-1 til Regins hf., var m.a. upplýst um að viðskiptin væru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar FAST-1. Viðskiptin eru sem áður háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins auk annarra hefðbundinna skilyrða.

Á fundinum var jafnframt samþykkt að greiða út arð síðar á árinu að fjárhæð kr. 1.676.000.000, þegar félagið hefur yfir nægilegu lausu fé að ráða.

Stjórn félagsins var sjálfkjörin en hana skipa: Anna María Ágústsdóttir, Davíð Rúdólfsson, Elmar Eðvaldsson, Garðar Jón Bjarnason og Kjartan Smári Höskuldsson stjórnarformaður.

Varastjórn skipa: Árni Hrafn Gunnarsson og Jóhannes Hauksson.

Niðurstöður upplýsingafundar skuldabréfaeigenda:

Í kjölfar aðalfundarins var haldinn upplýsingafundur eiganda skuldbréfaflokksins FAST-1 12 1 þar sem kynnt var fyrirhugað uppgreiðslufyrirkomulag skuldabréfaflokksins FAST-1 12 1 vegna sölu FAST-1 á eignasafni sínu til Regins hf.

Verði af viðskiptunum mun skuldabréfaflokkurinn verða greiddur upp að fullu í samræmi við skilmála skuldabréfsins. Uppgreiðslan mun eiga sér stað í tvennu lagi. Annars vegar mun um helmingur af eftirstöðvum skuldabréfaflokksins verður greiddur upp þegar eignasafn FAST-1 hefur verið afhent til Regins hf. Hins vegar verða allar eftirstöðvar skuldabréfaflokksins greiddar upp í kjölfar afhendingar eignasafnsins til Regins hf., en gert er ráð fyrir að þessi síðari greiðsla eigi sér stað um átta vikum eftir afhendingu.Afhending eignasafnsins til Regins hf. er eins og fyrr segir háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins auk annarra hefðbundinna skilyrða og verða nánari upplýsingar um uppgreiðslu flokksins birtar þegar fyrirvörum viðskiptanna hefur verið aflétt.

Nánari upplýsingar veita:

  * Kjartan Smári Höskuldsson, stjórnarformaður FAST-1 slhf. í gegnum netfangið

     kjartan@islandssjodir.is eða símanúmerið 844 2950.

  * Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1 slhf. í gegnum netfangið

     gisli@contra.is eða símanúmerið 856 5111.