Óbreytt rekstrarniðurstaða hjá Farice


Rekstrarhagnaður félagsins 2018 var EUR 933 þúsund (hagnaður fyrir fjármagnsliði) og því óbreyttur frá fyrra ári.

Tap félagsins var EUR 333 þúsund samanborið við EUR 346 þúsund tap árið áður.
Heildartekjur voru EUR 14,6 milljónir en 15 milljónir 2017.
EBITDA var EUR 7.994 þúsund sambanborið við EUR 7.986 þúsund árið 2017.
Eigið fé jókst úr 37% í 39%.

Farice er fyrirtæki á sviði gagnaflutninga- og fjarskiptasambanda við útlönd og er hluti af innviðum Íslands og ein af grunnstoðum íslensks samfélags.  Fyrirtækið rekur tvo sæstrengi á milli Íslands og Evrópu og kaupir framhaldssambönd á landi og myndar þannig samskiptakerfi fyrir Ísland sem tengist öðrum  samskiptakerfum í helstu tengistöðvum í Evrópu. Kerfisrekstur félagsins gekk vel eins og undanfarin ár og var samband Íslands við umheiminn áreiðanlegt sem fyrr.

Nánari upplýsingar veitir Ómar Benediktsson í síma 585 9701.

Viðhengi


Attachments

Farice ehf Financial Statement 2018