Breytingar á reglum kauphallarsjóðsins Landsbréf - LEQ UCITS ETF hs.


Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands staðfesti þann 4. febrúar 2022 reglubreytingarnar fyrir kauphallarsjóðinn Landsbréf – LEQ UCITS ETF hs., en stjórn Landsbréfa hf. hafði áður samþykkt þær á fundi sínum þann 23. nóvember 2021. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér aðlögun reglna sjóðsins að nýjum lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði. Með breytingunum var heiti sjóðsins breytt þannig að við það bætist skammstöfunin „hs.“ og er því nú Landsbréf – LEQ UCITS ETF hs. Ástæða þess er sú að þar sem sjóðurinn er hlutdeildarsjóður er gerður áskilnaður í nefndum lögum að heiti sjóðsins hafi annað hvort orðið „hlutdeildarsjóður“ eða skammstöfunina „hs“ í heiti sínu og varð síðari kosturinn fyrir valinu. Við reglubreytingarnar var jafnframt leitast við að uppfæra lagatilvísanir, einfalda texta og gera læsilegri án þess að þar sé um um eiginlegar efnislegar breytingar að ræða. Reglur og útboðslýsing sjóðsins fylgja tilkynningu þessari, en jafnframt eru þessi gögn ásamt frekari upplýsingum að finna á heimasíðu Landsbréfa, landsbref.is.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason framkvæmdastjóri Landsbréfa í síma 410 2500.

Viðhengi



Attachments

Landsbréf - LEQ UCITS ETF hs._reglur_nóvember 2021 Landsbréf - LEQ UCITS ETF hs._útboðslýsing_nóvember 2021