Páll Erland nýr forstjóri HS Veitna hf


Forstjóri HS Veitna, Júlíus Jón Jónsson, mun láta af störfum sem forstjóri í lok árs eftir 40 ára störf fyrir félagið.
Stjórn fór í ráðningarferli með Vinnvinn ráðningastofu í ágúst. Tæplega 40 einstaklingar sóttu um og þökkum við þeim fyrir veittan áhuga á félaginu okkar.
Tekin hefur verið ákvörðun um að ráða Pál Erland sem næsta forstjóra HS Veitna og mun hann hefja störf á nýju ári 2023.
Páll hefur yfirgripsmikla reynslu úr veitu- og orkugeiranum aðallega frá Orkuveitu Reykjavíkur auk Samorku.
Ég vil þakka stjórn HS Veitna, Vinnvinn ráðningarstofu, umsækjendum og starfsmönnum fyrir gott samstarf og umburðarlyndi meðan á ferlinu stóð. Síðast en ekki síst þakkir til Júlíusar og störf hans sem hafa verið ómetanleg fyrir HS Veitur.

Fyrir hönd stjórnar,
Guðný Birna Guðmundsdóttir stjórnarformaður HS Veitna.