Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Brims hf. 23. mars 2023



Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2023 með rafrænum hætti auk þess sem hluthöfum gefst kostur á að mæta til fundarins en fundurinn fer fram í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.

Ekki eru breytingar á áður birtri dagskrá eða tillögum.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að  skrá sig tímanlega  á vefsíðunni www.lumiconnect.com/meeting/brim2023 eigi síðar en kl. 17.00 þann 22. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.

Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM. Hluthöfum  stendur jafnframt  til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Á vefsíðu félagsins má finna viðeigandi eyðublöð.  Eigi síðar en einum degi fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu.

Fundurinn fer fram á íslensku og hefst klukkan 17:00.

Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn má finna á vefsíðu félagsins https://www.brim.is/fjarfestar/adalfundur

Dagskrá og tillögur stjórnar ásamt nánari upplýsingum má finna í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi



Attachments

Brim_adalfundur 2023 endanleg dagskra og tillogur