Breyting á reglum kauphallarsjóðsins Landsbréf – LEQ UCITS ETF hs.


Kauphöllin Nasdaq OMX Iceland tilkynnti þann 7. desember sl. að þann 2. janúar 2024 muni OMXI10CAP vísitölunni verða breytt þannig að fjölgað verður um fimm félög í vísitölunni og nafni hennar breytt til samræmis. Mun hún eftirleiðis heita OMXI15CAP. 

Í ljósi þessara breytinga samþykkt stjórn Landsbréfa þann 18. desember 2023 breytingar á reglum kauphallar- og vísitölusjóðsins Landsbréf – LEQ UCITS ETF hs., kt. 681212-9300 sem fylgir nefndri vísitölu og hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands staðfest þær breytingar með vísan til laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði. Þar sem heiti vísitölunnar er í reglum sjóðsins var nauðsynlegt að breyta reglum hans og hefur það nú verið gert og texti útboðslýsingar hefur jafnframt verið uppfærður.

Um aðferðarfræði vísitölunnar vísast til eftirfarandi slóðar á vef kauphallarinnar:

https://indexes.nasdaqomx.com/docs/Methodology_OMXI15CAP.pdf

Uppfærðar reglur sjóðsins ásamt útboðslýsingu og lykilupplýsingum má finna á heimasíðu Landsbréfa hf., rekstrarfélags sjóðsins:

https://www.landsbref.is/

Nánari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa hf. í síma 410 2500