Tilkynning þess varðar óveðtryggð skuldabréf með ISIN NO0010776982 að fjárhæð USD 190.000.000.

Hinn 3. desember 2018 hóf Icelandair Group skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum í tengslum við tillögu að breyttum skilmálum skuldabréfsins, sbr. tilkynningu þess efnis. Þrátt fyrir að atkvæðagreiðslu skuldabréfaeigenda ljúki þann 4. janúar 2019 þá liggur þegar fyrir að nægjanlegt magn atkvæða hefur borist til þess að tryggja lögmæta atkvæðagreiðslu og allir skuldabréfaeigendur, sem hafa greitt atkvæði hingað til, hafa samþykkt tillöguna. Það liggur því fyrir að tillagan verði samþykkt.

Frekari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason, forstjóri
Sími: 5050300
Email: bogi@icelandairgroup.is