Hluthafafundur 24. apríl 2019


Hluthafafundur Icelandair Group verður haldinn þann 24. apríl 2019, kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.  

Dagskrá:

  1. Tillaga um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun vegna sölu á hlutafé til PAR Capital Management Inc. og tengdra félaga samkvæmt áskriftarsamningi
  2. Tillaga um breytingar á samþykktum

Tillögur:

  1. Tillaga um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun vegna sölu á hlutafé til PAR Capital Management Inc. og tengdra félaga samkvæmt áskriftarsamningi

Lagt er til að stjórn verði veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins. Heimild þessi er ætluð til ráðstöfunar vegna fyrirhugaðrar áskriftar PAR Capital Managment Inc. og meðfjárfestis að nýju hlutafé í félaginu. Tillaga til hlutafjárhækkunar er svohljóðandi:

„Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 625.000.000 að nafnverði (krónur sexhundruð tuttugu og fimm milljónir), með áskrift nýrra hluta. Gengi skal vera samkvæmt samkomulagi um áskrift PAR Capital Management Inc. og tengdra félaga að nýju hlutafé í félaginu (9,03 á hlut). Hlutirnir skulu tilheyra sama hlutaflokki og annað hlutafé í félaginu. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt þessari málsgrein fellur niður þann 1.12.2019 að því marki sem hún er þá enn ónotuð.“ 

  1. Tillaga um breytingu á samþykktum

Eftirfarandi breytingar, sem taka þegar gildi, skulu gerðar á samþykktum félagsins:

Grein 15.1 skal falla á brott í heild sinni.

Skráning fundargesta, afhending atkvæðisseðla og fundargagna verður á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardegi.


Frekari upplýsingar veitir:
Bogi Nils Bogason; bogi@icelandairgroup.is; sími +354 5050300