Framhaldsaðalfundur Arion banka hf. 2020 var haldinn rafrænt, þann 14. maí 2020, kl. 16:00. Fundurinn var sendur út rafrænt og kosning fór fram í gegnum kosningakerfi Lumi AGM.

Eftirfarandi eru niðurstöður fundarins:

  1. Ákvörðun um greiðslu arðs

Samþykkt var að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans.

  1. Önnur mál

Fyrir fundinn barst bókun frá Gildi-lífeyrissjóði varðandi tillögu um heimild til útgáfu áskriftarréttinda sem samþykkt var á aðalfundi bankans 17. mars sl. Bókunin var færð inn í fundargerð í heild sinni, sem birt verður á vefsíðu bankans arionbanki.is/gm