Islandsbanki hf.: Birting afkomu 3F2022


Íslandsbanki mun birta afkomu fyrir þriðja ársfjórðung 2022 eftir lokun markaða þann 27. október 2022.

Rafrænn afkomufundur föstudaginn 28. október kl.8.30.

Íslandsbanki mun halda rafrænan afkomufund föstudaginn 28. október kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Jóhann Ottó Wathne, forstöðumaður Fjárstýringar munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á þriðja ársfjórðungi. Fundurinn fer fram á ensku.

Fundurinn fer fram á þessari síðu. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á heimasíðu fjárfestatengsla að honum loknum. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Þar kemur upp listi yfir innhringingarnúmer og persónulegt PIN-númer. Ef það er ekki til staðarnúmer fyrir landið þitt, eða ef þú vilt fá símtal í stað þess að hringja inn, er hægt að nota „Hringja í mig“ valkostinn. Veldu þá landið þitt, sláðu inn símanúmerið þitt og smelltu á bláa „Call me“ hnappinn til að tengjast.

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Íslandsbanka í gegnum netfangið ir@islandsbanki.is

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.