Nýherji - Tillögur fyrir aðalfund 26 janúar nk.


Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn föstudaginn 26. janúar 2007 í ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37, og hefst fundurinn kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins verða:


1. 	Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.5 í samþykktum félagsins.

Framboð til stjórnar Nýherja hf. á aðalfundi félagsins 26. janúar 2007.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Nýherja, sem kjörin verður á aðalfundi 26. janúar næstkomandi, en þeir eiga allir setu í fráfarandi stjórn.

Árni Vilhjálmsson, kt: 110532-3509, Hlyngerði 10, 108 Reykjavík.
Störf: 
Núverandi störf eru stjórnarformennska og stjórnarseta í hlutafélögunum HB Grandi hf., Hampiðjan hf., Hvalur hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus ehf., Nýherji hf. o.fl.
Gegndi starfi prófessors við Viðskiptadeild Háskóla Íslands auk ýmissa annarra starfa og verkefna.
Menntun:
Cand.Econ. frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands og AM í hagfræði frá Harvard háskóla.
Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns:	kr.  330.000
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Stjórnarmaður í Vogun hf. sem á 27,3% hlutafjár í Nýherja hf.

Benedikt Jóhannesson, kt. 040555-2699, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík.
Störf: 
Núverandi starf er framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Heims hf., auk stjórnarformennsku og stjórnarsetu í hlutafélögum svo sem Nýherja, Sjóvá o.fl. Fyrri stjórnarstörf og formennska í Hf. Eimskipafélagi Íslands, Skeljungi hf., 
Hlutafjáreign stjórnarmanns:	kr.  17.388,240
Engin hagsmunatengsl eru við stóra viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Stjórnarmaður í Áning-fjárfestingar ehf. sem á 13,2% hlutafjár í Nýherja hf.

Guðmundur Jóh. Jónsson, kt: 041159 2439, Álfhólsvegi 101, 200 Kópavogur.
Störf: 
Framkvæmdastjóri Varðar Íslandstryggingar hf., núverandi stjórnarmaður Nýherja.
Menntun:  
Viðskiptafræðingur frá Seattle University, MBA frá Edinborgarháskóla.
Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns:	kr.  476.940
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

Örn D. Jónsson, kt: 090654-2179, Hávallagötu 29, 101 Reykjavík 
Störf:
Prófessor í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum við Viðskiptadeild Háskóla Íslands,  varamaður í stjórn Nýherja hf. auk þess að hafa með höndum ýmis önnur störf og verkefni.
Menntun: 
Ph.d frá háskólanum í Roskilde.
Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns:	kr.  357.000
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.


2. 	Tillaga um heimild stjórnar um aukningu hlutafjár sbr. 41. gr. hlutafélagalaga.

Tillaga um heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár.
Aðalfundur Nýherja hf. haldinn 26. janúar 2007 samþykkir eftirfarandi breytingu á grein 2.1. samþykkta félagsins.  Í lok greinarinnar komi svohljóðandi bráðabirgðaákvæði.

Stjórn félagsins er heimilt, sbr. 41. gr. Hlutafélagalaga, að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 36 millj. með sölu nýrra hluta til nýrra hluthafa.  Falla núverandi hluthafar frá forkaupsrétti sínum til kaupa á hlutum þessum.

Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi bréfanna og sölureglur hverju sinni.  Skal áskrift fara fram samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og V. kafla hlutafélagalaga.

Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti.  Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar.

Heimild þessa getur stjórn Nýherja nýtt innan þriggja ára frá samþykkt hennar.


3. 	Tillaga um lækkun á hlutafé um kr. 13 milljónir, sem framkvæmd verður með þeim hætti að færð verði niður   bréf í eigu félagsins.

Tillaga stjórnar um lækkun á hlutafé Nýherja hf. og um breytingu á 1. mgr. í gr. 2.01 samþykkta félagsins.

Aðalfundur Nýherja hf., haldinn 26. janúar 2007, samþykkir að lækka hlutafé félagins um kr. 13.000.000  eða úr kr. 248.000.000 í kr. 235.000.000 og verði lækkunin framkvæmd með þeim hætti að eigin hlutir félagsins verði lækkaðir um ofangreinda fjárhæð.

Greinargerð stjórnar:
Stjórn félagins gerir hér að tillögu sinni, að það hlutafé (eigin hlutir) sem félagið hefur keypt í sjálfu sér á liðnu ári í samræmi við heimild aðalfundar árið 2006, verði notaðir til að lækka útistandandi hlutafé félagsins með vísan til VII. og VIII. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995.  Um er að ræða 13.000.000 hluti, hver að fjárhæð ein króna, eða rétt liðlega 5,24% af útgefnu hlutafé félagsins. Að lækkun lokinni verður hlutafé félagsins kr. 235.000.000 og breytist 1. mgr. í grein 2.01 í samþykktum félagsins því til samræmis.    


4. 	Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum, sbr. 55 gr. hlutafélagalaga.

Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutafélagalaga.

Aðalfundur Nýherja haldinn 26. janúar 2007 samþykkir heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög.  Kaupgengi hluta má ekki vera meira en 20% hærra eða lægra en síðasta skráða gengi á Kauphöll Íslands. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir.


5. 	Önnur mál, löglega upp borin.