SP-Fjármögnun - Ársuppgjör 2006


Ársuppgjör SP-Fjármögnunar hf. 31.12.2006

Stjórn SP-Fjármögnunar hf. hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2006.  Lykiltölur úr rekstri eru þessar helstar í m.kr.:

				31.12.2006			31.12.2005
Hreinar vaxtatekjur		1.365,4				907,2
Hreinar þjónustutekjur		147,6				102,6
Framlag í afskriftarreikning	84,3				101,7
Hagnaður fyrir skatta		1.007,6				587,9
Hagnaður eftir skatta		802,7				479,7
Útlán alls			37.118				21.822
Eigið fé				 3.268				 2.465
Heildareignir			38.517				22.424
Eiginfjárhlutfall			8,5%				11,0%
Eiginfjárhlutfall CAD		11,9%				15,6%
Virðisrýrnun útlána í árslok	689,8				634,3

SP-Fjármögnun hf. er eignarleigufyrirtæki og starfar eftir lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.  Hluthafar voru 15 í árslok og áttu þá tveir hluthafar 10% eða stærri eignarhluta í félaginu, en þeir eru Landsbanki Íslands hf.  sem á 51,0% hlutafjár og Sparisjóður vélstjóra sem á 31,9%.  Aðrir hluthafar eiga því samtals 17,1% hlutafjár.

Félagið gerir reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.  

Hagnaður varð á rekstri SP-Fjármögnunar á árinu 2006 að fjárhæð kr. 1.007,6 milljónir fyrir skatta sem er besti árangur í sögu fyrirtækisins.  Eftir skatta var hagnaðurinn 802,7 milljónir, sem er rúm 67% aukning frá fyrra ári.  Mikil aukning var  í útlánum félagsins á árinu og stækkaði efnahagsreikningur félagsins um 72% og var í árslok 38,5 milljarðar, þar af eru útlán félagsins 37,1 milljarður.

Staða vanskila í árslok 2006 nam um 313,7 milljónum króna, eða aðeins 0,85% af heildarútlánum.  Á sama tíma nam virðisrýrnunarreikningur útlána hins vegar 1,8% af útlánum eða 689,8 milljónum króna.  Tapaðar kröfur á árinu voru 0,13% af útlánum eins og þau voru í upphafi árs 2006. 

Í nóvember tók SP-Fjármögnun þátt í stofnun á Eignarhaldsfélaginu ehf. og á SP-Fjármögnun 49% eignarhlut í félaginu, en félagið var stofnað í tengslum við kaup á 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf.

Þegar litið er til ársins 2007 eru horfur ágætar.  Rekstraráætlanir gera ráð fyrir góðri afkomu á árinu, bakhjarlar félagsins eru traustir og munu halda áfram að stuðla að vexti félagsins í góðri samvinnu við starfsfólk SP-Fjármögnunar sem býr að mikilli reynslu og þekkingu á eignarleigumarkaðnum sem og þörfum viðskiptavina félagsins.  

Í aðalstjórn SP-Fjármögnunar hf. eru Þorgeir Baldursson formaður, Ragnar Z. Guðjónsson, Magnús Ægir Magnússon, Elín Sigfúsdóttir og Guðmundur P. Davíðsson.  Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Georg Gunnarsson.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Gunnarsson fjármálastjóri í síma 569-2000.

Attachments

Sp-Fjarmognun Lykiltolur.xls SP Fjarmognun 4Q Results 2006.pdf SP-Fjarmognun - 12 06.pdf