Eik fasteignafélag - Ársuppgjör 2006


Ársreikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir árið 2006

	31.12.2006	31.12.2005	31.12.2004	31.12.2003
Velta 	1.181,1	897,4	641,2	331,2
EBITA 	869,9	626,8	404,2	266,9
Hagnaður fyrir skatta 	581,9	756,6	250,8	88,0
Hagnaður eftir skatta 	478,8	616,7	208,9	72,1
Arðsemi eiginfjár 	29%	60%	28%	18%
Heildareignir	14.600,2	12.263,1	7.658	3.766,8
Eigið fé 	2.125,5	1.646,0	1.630,0	590,6
Eigið fé, víkjandi lán og 
tekjuskattsskuldbinding 	3.015,5	2.350,9	1.513,6	850,9
Hlutfall eiginfjár, víkjandi lán 
og tekjuskattsskuldbindingu  	20,7%	19,2%	19,8	21,7
Handbært fé frá rekstri 	117,8	253,0	258,1	156,2
Fjárhæðir eru í milljónum króna				


Starfsemi Eikar fasteignafélags hf. snýst um kaup, rekstur og útleigu atvinnuhúsnæðis.  Leigutekjur félagsins námu 1.181 milljón króna á árinu 2006, þar af voru tekjur tengdar erlendum myntum um 185 milljónir króna.
 
Virðisútleiguhlutfall (e. economic vacancy ratio) fjárfestingareigna var 97,8% í lok ársins sem telst mjög gott. Flestar fasteignir félagsins eru í beinni eigu þess. Þá á Eik þrjú dótturfélög: Skeifuna 8 ehf., Klapparstíg 27 ehf. og Suðurlandsbraut 20 ehf., en dótturfélögin fara með rekstur samnefndra fasteigna.   Sætún 8 ehf. og eignarhlutur félagsins í P/f Fastogn voru seld á árinu.

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að fjárfestingareignir eru færðar á gangvirði.  Breytingar á gangverði fjárfestingareigna eru færðar undir liðnum matsbreyting fjárfestingareigna í rekstrarreikningi, en matsbreytingin nam 860 milljónum króna á árinu. Helsta orsök þessarar matsbreytingar er almenn hækkun á fasteignaverði, en hún er meðal annars tilkomin vegna hækkunar á leiguverði.

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. staðfesti ársreikninginn þann 29. janúar 2007 og lagði til að greiddur yrði út einn milljarður króna í arð til hluthafa á árinu 2007. 

Hvað varðar framtíðina þá eru horfur á leigumarkaði bjartar og búast má við að árið 2007 verði gott rekstrarár.

Á sama tíma og starfsmenn Eikar fasteignafélags hf. eru þakklátir fyrir ánægjulegt samstarf við leigutaka á nýliðnu ári, hlökkum við til áframhaldandi samstarfs við núverandi leigutaka sem og tilvonandi viðskiptavini.

Frekari upplýsingar:
Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Eikar fasteignafélags hf.
S. 590-2200


Attachments

Eik fasteignafelag - 12 06.pdf