Sparisjóðurinn í Keflavík - Ársuppgjör 2006


Leiðrétt ártal:  . Geirmundur segist vera bjartsýnn á framtíð Sparisjóðsins í Keflavík og býst við góðri afkomu árið 2007.


Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2006 nam 5.616,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 1.392,6 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4.687,1 m. kr. samanborið við 1.150,2 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 124,5%.


Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag

"	Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík árið 2006 nam 5.616,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 1.392,6 m. kr. árið 2005.

"	Hagnaður eftir skatta nam 4.687,1 m. kr. samanborið við 1.150,2 m. kr. árið 2005.

"	Arðsemi eigin fjár var 124,5%.

"	Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 4.240,5 m.kr. en það er 67,8% hækkun frá árinu 2005.

"	Vaxtagjöld hækkuðu einnig, eða um 117,8% og námu 3.595,5 m.kr. árið 2006


"	Hreinar vaxtatekjur námu því 645 m.kr. samanborið við 875,8 m.kr. árið 2005 sem er lækkun um 26,4%.

"	Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var 1,62% árið 2006 en 3,0% árið 2005.

"	Aðrar rekstrartekjur hækkuðu um 4.842,7 m. kr. og voru 6.613,6 m.kr. árið 2006. Munar þar mest um hækkun á gengishagnaði upp á 3.744,3 m.kr. og tekjur af hlutabréfum og öðrum eignarhlutum upp á 1.037,2 m. kr.

"	Önnur rekstrargjöld námu alls 1.257,9 m.kr. og jukust um 36% frá árinu áður. Laun og launatengd gjöld jukust um 39,2%. Annar almennur rekstrarkostnaður jókst um 34,7%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var 2,6% en var 2,9% árið 2005. 

"	Kostnaðarhlutfall árið 2006 var 17,3% á móti 35% árið 2005.

"	Framlag í afskriftareikning útlána var 383,8 m.kr. en var 329,4 m.kr. árið 2005. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,8% en var 1,04 árið 2005.

"	Afskriftareikningur útlána nam í árslok 1,87% af útlánum en var 2,06% árið áður.

"	Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu í lok árins 2006 33.081,7 m.kr. og er aukningin 32,7% á milli ára.

"	Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 35.027,1 m.kr. í lok ársins 2006 og höfðu aukist um 9.410,1 m.kr. eða um 36,7%.

"	Í lok ársins var niðurstöðutala efnahagsreiknings 47.969,4 m.kr. og hafði hún hækkað um 16.192,1 m.kr. eða 51%. Eigið fé Sparisjóðsins í lok ársins 2006 nam 9.272 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 5.508,7 m.kr. eða 146,4%.

"	Á árinu 2006 var stofnfé aukið um 500 m.kr  að nafnvirði og var 1.100 m. kr í árslok sem svarar til 2.166,2 m. kr að uppreiknuðu nafnvirði. Þá var einnig samþykkt heimild til stjórnar að auka stofnfé allt að 700 m.kr að nafnvirði og hefur stjórn tekið ákvörðun um að nýta heimildina í mars - apríl 2007.

"	Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 14,17% en var 12,42% á sama tíma árið áður.

"	Áætlanir fyrir árið 2007 gera ráð fyrir góðri afkomu en þó ekki eins góðri og árið 2006.

"	Í lok árins 2006 var stofnfé 1.100 milljónir að nafnvirði og voru stofnfjáraðilar 617 talsins.

"	Við gerð þessa ársreiknings er í meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

"	Frá og með 1. janúar 2007 mun Sparisjóðurinn í Keflavík gera reikningsskil í samræmi við IFRS.


Sparisjóðurinn í Keflavík
Lykiltölur úr rekstri
 	 	 	 			
Milljónir króna	2006	2005	Breyting	2004	2003	2002
REKSTUR:	 	 	 	 	 	 
Vaxtatekjur	4.241	2.527	67,8%	1.905	1.827	1.795
Vaxtagjöld	-3.596	-1.651	117,8%	-1.163	-1.106	-1.041
Hreinar vaxtatekjur	645	876	-26,4%	742	721	754
Aðrar rekstrartekjur	 	 	 	 	 	 
     Tekjur af hlutabréfum og öðrum
     eignarhl	1.257	220	470,3%	118	150	53
     Þóknunartekjur	369	314	17,4%	296	273	256
     Þóknunargjöld	-81	-71	14,1%	-70	-56	-47
     Gengishagnaður (tap)	5.041	1.296	289,0%	561	739	-12
     Ýmsar rekstrartekjur	27	11	145,5%	8	7	28
Samtals	6.613	1.771	273,4%	913	1.113	278
Hreinar rekstrartekjur	7.258	2.647	174,2%	1.655	1.834	1.032
Önnur rekstrargjöld	 	 	 	 	 	 
     Laun og launatengd gjöld	-629	-452	39,2%	-413	-405	-364
     Annar almennur
     rekstrarkostnaður	-604	-448	34,8%	-395	-372	-356
     Afskriftir rekstrarfjármuna	-17	-20	-17,0%	-17	-24	-31
     Ýmis rekstrargjöld	-8	-5	60,0%	-5	-4	-1
Samtals	-1.258	-925	36,0%	-830	-805	-752
Framlag í afskriftarreikning útlána	-384	-329	16,7%	-316	-290	-139
Hagnaður fyrir skatta	5.617	1.392	303,5%	509	738	141
Reiknaðir skattar	-930	-242	284,2%	-100	-134	-23
Hagnaður ársins	4.687	1.150	307,6%	409	604	118
 	 	 	 			
 	 	 	 			
Lykiltölur efnahagsreiknings
 	 	 	 			
Milljónir króna	2006	2005	Breyting	2004	2003	2002
EFNAHAGUR:	 	 	 		 	
Eignir	 	 	 		 	
Sjóður og kröfur á lánastofnanir	1.560	1.402	11%	2.869	2.077	1.187
Útlán	34.519	25.167	37%	20.705	16.234	15.438
Markaðsbréf og eignarhlutir í félögum	11.272	4.917	129%	2.447	1.401	1.874
Aðrar eignir	618	291	112%	289	280	411
Eignir samtals	47.969	31.777	51%	26.311	19.992	18.910
 	 	 	 		 	 
Skuldir og eigið fé :	 	 	 		 	 
Skuldir við lánastofnanir	1.244	386	222%	3.183	838	1.493
Innlán	19.464	14.288	36%	11.847	10.841	9.482
Lántaka	13.617	10.636	28%	6.977	4.758	4.876
Aðrar skuldir og skuldbindingar	323	185	75%	197	188	161
Reiknaðar skuldbindingar	2.477	1.123	121%	841	688	495
Víkjandi lán	1.572	1.395	13%	583	320	590
Skuldir samtals	38.697	28.013	38%	23.629	17.633	17.097
Eigið fé	9.272	3.765	146%	2.682	2.359	1.813
Skuldir og eigið fé samtals	47.969	31.778	51%	26.311	19.992	18.910
 	 	 	 			
 	 		 			
Arðsemi eiginfjár	124,5%	42,9%	 	17,30%	33,3%	6,75%
Meðalfjöldi starfsmanna	83,9	75,7	 	74,4	72,4	73,5
Eiginfjárhlutfall	14,17%	12,42%	 	12,56%	14,95%	10,54%

Að sögn Geirmundar Kristinssonar sparisjóðsstjóra er afkoma ársins 2006 sú besta í sögu sjóðsins. Markaðsaðstæður hafa verið sparisjóðnum afar hagstæðar á síðastliðnu ári sem sést best í aukningu gengishagnaðar og tekjum af hlutabréfum og öðrum eignarhlutum upp á samtals 4,7 milljarða kr. á milli ára. Starfsemi Sparisjóðsins hefur styrkst mikið og tekjustoðum fjölgað. Viðskiptavinum fjölgar óðum og Sparisjóðurinn kappkostar að bjóða upp á fjölbreytt og gott vöruúrval fyrir viðskiptavini sína. Geirmundur segist vera bjartsýnn á framtíð Sparisjóðsins í Keflavík og býst við góðri afkomu árið 2007.

Í mars 2006 keypti Sparisjóðurinn í Keflavík rekstur og eignir útibús Landsbankas í Sandgerði. Eignir og skuldir voru yfirteknar við kaupin og eru hluti af ársreikningi 2006. Í kaupunum var samningur um póstafgreiðslu sem Landsbankinn og Íslandspóstur höfðu verið aðilar að. Með þessu lokaði Sparisjóðurinn í Keflavík hringnum í afgreiðsluneti sínu á Suðurnesjum.

Þá var einnig samþykktur samruni á Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóði Ólafsvíkur. Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemi sparisjóðanna á starfssvæðum sínum og sækja fram á nýjum vettvangi. Með sameiningunni á sameinaður sparisjóður auðveldara með að mæta kröfum tímans um alhliða og hagkvæma fjármálaþjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Rekstur og efnahagur Sparisjóðs Ólafsvíkur er hluti af ársreikningi Sparisjóðsins í Keflavík 2006.

Sparisjóðurinn rekur sjö afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík, Vogum, Sandgerði og Ólafsvík. Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík og þar er Viðskiptastofa SPKEF einnig til húsa. Meðalfjöldi starfsmanna árið 2006 var 83,88 sem er aukning um 8,22 stöðugildi frá því árinu áður.

Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn föstudaginn 16. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddar verði kr. 750 m. kr. í arð.  Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat upp á 5%.

Nánari upplýsingar veitir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri í síma 421-6605 eða mailto:geirmundur@spkef.is.


Attachments

Sparisjourinn i Keflavik 12 2006.pdf