Sparisjóður Bolungarvíkur - Ársuppgjör 2006


Hagnaður 185 milljónir króna


Helstu niðurstöður ársreiknings Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2006:

"	Hagnaður varð 185 milljónir króna eftir skatta samanborið við 110 milljóna króna hagnað á árinu 2005. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 223 milljónum króna samanborið við 128 milljóna króna hagnað á árinu 2005.
"	Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 20,2% samanborið við 12,7% arðsemi á árinu 2005.
"	Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 6,7% frá fyrra ári og voru 145 milljón króna.
"	Hreinar rekstrartekjur námu 460 milljónum króna samanborið við 370 milljónir króna á árinu 2005, sem er 24,3% aukning milli ára.
"	Hlutfall kostnaðar af tekjum var 37,6% samanborið við 45,9% á árinu 2005.
"	Framlag í afskriftareikning útlána nam 63 milljónum króna, lækkar um 11,2% á milli ára, var 71 milljónir króna á árinu 2005. Framlagið er að lækka sem hlutfall af útlánum, er 1,8% í árslok 2006 samanborið við 2,5% í árslok 2005.
"	Heildareignir námu 6.571 milljónum króna í árslok 2006 og hafa aukist um 14,8% á árinu.
"	Útlán til viðskiptamanna námu 3.518 milljónum króna í árslok 2006 og jukust um 23,2%. hlutfall útlána til einstaklinga var í árslok 2006 er 55,5% en var 60,1,9% í árslok 2005.
"	Innlán námu 3.165 milljón króna í lok ársins 2006, sem er 33,1% aukning.
"	Eigið fé nam 1.152 milljónum króna í lok ársins 2006, eykst um 23,0% á árinu, og CAD-eiginfjárhlutfall var 24,2% í lok ársins samanborið við 25,4% í árslok 2005.
"	Stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur mun leggja til við aðalfund að stofnfjáraðilum verði greiddur 15% arður af stofnfjáreign í lok ársins 2006.


Fjárhæðir í milljónum króna á verðlagi hvers árs.	2006	2005	2004	2003	2002
 					 
Rekstur					 
Vaxtatekjur	541	429	362	344	426
Vaxtagjöld	396	274	247	238	266
Hreinar vaxtatekjur	145	155	115	106	159
Aðrar rekstrartekjur	315	215	194	144	80
Hreinar rekstrartekjur	460	370	309	251	239
Önnur rekstrargjöld	173	170	141	147	135
Hagnaður fyrir framlag í afskriftareikning útlána	286	200	168	104	104
 					 
Framlag í afskriftareikning útlána	-64	-72	-97	-99	-90
Hagnaður fyrir skatta	223	128	71	5	14
Tekjuskattur	-38	-18	-11	-1	-1
Eignaskattur	0	0	-3	-3	-3
Hagnaður (tap) ársins	185	110	57	1	10
 					 
EFNAHAGUR:					 
Eignir					 
Sjóður og kröfur á lánastofnanir	830	877	997	1.848	1.194
Útlán	3.518	2.856	2.676	2.393	3.057
Markaðsbréf og eignarhlutir í félögum	2.142	1.911	1.433	1.156	935
Aðrar eignir	80	82	92	100	103
Eignir samtals	6.571	5.726	5.198	5.497	5.289
 					 
Skuldir og eigið fé :					 
Skuldir við lánastofnanir	1.303	1.152	819	1.047	958
Innlán	3.165	2.377	2.316	2.353	2.073
Lántaka	625	995	939	1.132	1.300
Aðrar skuldir og skuldbindingar	246	190	162	141	129
Víkjandi lán	81	76	161	85	83
Skuldir samtals	5.420	4.789	4.397	4.759	4.543
Eigið fé	1.152	939	801	737	746
Skuldir og eigið fé samtals	6.571	5.726	5.198	5.497	5.289
 					 
KENNITÖLUR:					 
Arðsemi eigin fjár	24,30%	12,70%	7,70%	-1,10%	1,40%
Eiginfjárhlutfall	17,50%	16,40%	15,40%	13,40%	14,10%
Vaxtamunur (hreinar vaxtatekjur / heildarfjármagni)	2,20%	2,80%	2,20%	2,00%	3,00%
Framlag í afskriftareikning í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns.. 	1,00%	1,30%	1,80%	1,80%	1,70%
Aðrar rekstrartekjur í hlutfalli af kostnaði	181,50%	126,60%	137,60%	98,00%	59,30%
Rekstrarkostn. í hlutfalli af hreinum rekstrartekjum	37,70%	45,90%	45,60%	58,60%	56,50%


Ársreikningur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2006 sýnir að Sparisjóðurinn er í traustum vexti.
"	Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Bolungarvíkur nam 185 milljónum króna 2006 samanborið við 110 milljóna króna hagnað árið 2005. 
"	Arðsemi eigin fjár var 20,2% sem er sú besta í mörg ár.
"	Gæði útlánasafns Sparisjóðs Bolungarvíkur heldur áfram að styrkjast sem meðal annars endurspeglast í lækkun á vanskilahlutfalli og lækkun á hlutfalli afskrifareiknings útlána sem hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum. Heildarvanskil viðskiptavina Sparisjóðs Bolungarvíkur námu 3,2% af útlánum í árslok 2006 á móti 3,6% vanskilum í árslok 2005.

Áætlanir gera ráð fyrir að þrátt fyrir harða samkeppni á fjármálamarkaði verði afkoma hjá Sparisjóðs Bolungarvíkur á árinu 2007 í takt við afkomu ársins 2006. 

Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsárs störf var 15.

Efnahagsreikningur Sparisjóðs Bolungarvíkur óx um 14,8% á árinu. 

Frá og með 1. janúar 2007 mun Sparisjóður Bolungarvíkur gera reikningsskil í samræmi við IFRS.

Stofnfé nam 219 milljónum króna og jókst um 36,2% á árinu. Varasjóður nam 932 milljónum króna í árslok og jókst því um 20,2% á árinu.

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur verður haldinn föstudaginn 2. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 15% arður á uppreiknað stofnfé, auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði um 26,95%.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðsstjóri, netfang: asgeir@spbol.is í síma 450-7100.



Attachments

Sparisjour Bolungarvikur - 12 06.pdf