Hlutir Icelandair Group skráðir á Aðallista Kauphallarinnar 12. feb. nk.


Hluthafafundur Icelandair Group Holding hf. samþykkti 29. desember 2006 tillögu um samruna Icelandair Group Holding hf. og dótturfélags þess, Icelandair Group hf., undir merkjum dótturfélagsins. Bréf Icelandair Group Holding hf. verða afskráð í lok viðskiptadags 9. febrúar 2007.  

Hlutir Icelandair Group hf. verða skráðir á Aðallista Kauphallarinnar 12. febrúar 2007. Útgefnir hlutir í Icelandair Group eru alls 1.000.000.000 að nafnverði.  Sérstök athygli er vakin á því að hlutabréf Icelandair Group hf. erfa ISIN auðkenni, auðkenni í viðskiptakerfinu og orderbook id hlutabréfa Icelandair Group Holding hf. Meðferð hlutabréfanna í vísitölum er einnig eins og um eitt og sama félag sé að ræða. 

Icelandair Group er eignarhaldsfélag sjálfstæðra þjónustufyrirtækja sem starfa á sviði flug- og ferðaþjónustu og í tengdri starfsemi. Hlutverk félagsins er að ávaxta hlutafé eigenda með því að stýra og samhæfa arðbærum rekstri og vexti þessara fyrirtækja. Starfseminni er skipt í þrjú áherslusvið, alþjóðlegan flugrekstur, leiguflug og flugvélaviðskipti og ferðaþjónustu. 

Auðkenni Icelandair Group hf. í viðskiptakerfi Kauphallarinnar verður ICEAIR.

ISIN-auðkenni er IS0000013464.  Orderbook ID 37744. 

Viðskiptalotan er 2.000 hlutir.
 
Atvinnugreinaflokkun skv. GICS staðli:
 
GICS númer og nafn 
Undirgrein:			20302010 Airlines 
Atvinnugrein:			203020 Airlines 
Atvinnugreinahópur:		2030 Transportation 
Atvinnugeiri:			20 Iðnaður (Industrials) 

Umsjónaraðili skráningarinnar er Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis.  Lýsingu má nálgast á fréttasíðu Kauphallarinnar 12 febrúar nk. undir fréttaflokknum skráningarlýsingar: http://news.icex.is.