Stjórn Exista skuldbindur sig til aukningar á hlutafé


Í tengslum við samning um kaup á hlutafé í Sampo Oyj (sjá tilkynningu til Kauphallar 8. febrúar 2007) og að því tilskyldu að samningurinn nái fram að ganga, hefur stjórn Exista hf. skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild samkvæmt kafla 4 í samþykktum félagsins til þess að auka hlutafé Exista um 526.652.209 hluti, úr 10.838.746.119 hlutum í 11.365.398.328. Nýju hlutirnir verða gefnir út við uppgjör samnings um kaup á A-hlutum í Sampo sem nemur 9,50% af heildarhlutafé í Sampo, sem m.a. er háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Nýju hlutirnir verða notaðir sem hluti af greiðslu við kaup á 9,50% heildarhlutafjár í Sampo.

Í kjölfar greiðslunnar með hlutabréf í Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista. Samkvæmt kaupsamningi mun Tchenguiz Family Trust eiga bréfin í Exista í að minnsta kosti 12 mánuði eftir uppgjör samnings. Endanlegar greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um af hluthöfum á aðalfundi Exista í mars.

Á aðalfundi félagsins í mars verður lögð fram tillaga um að Robert Tchenguiz taki sæti í stjórn Exista hf. 
 
Samkvæmt hluthafalista 7. febrúar 2007 munu þessi viðskipti, þegar þau hafa verið gerð upp, hafa eftirfarandi áhrif á stærstu hluthafa og eign þeirra sem hlutfall af heildarhlutafé Exista:

Hluthafi	% af hlutafé
Bakkabraedur Holding B.V	45,19%
SPRON	6,04%
Samvinnutryggingar 	5,42%
Tchenguiz Family Trust	4,92%
Hesteyri 	3,65%
Icebank	3,30%
Kista 	2,54%
Sparisjóðurinn í Keflavík 	2,21%
AB 47 	1,91%
Gildi 	1,61%
Tíu stærstu hluthafar	76,78%
Aðrir hluthafar	23,22%
Arion (safnreikningar) 	7,11%

Nýútgefin hlutabréf Exista verða skráð á Aðallista OMX Nordic Exchange á Íslandi.

Frekari upplýsingar veita:
Exista hf.		                   +354 550 8600
Lýður Guðmundsson
stjórnarformaður

Sigurdur Nordal
framkvæmdastjóri samskiptasviðs                    +354 550 8620
sn@exista.com



Um Exista
Exista er fyrirtæki í fjármálaþjónustu sem starfar á sviði trygginga, eignaleigu og fjárfestinga, m.a. undir merkjum VÍS og Lýsingar. Exista er kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi, Bakkavör Group og Símanum. Hluthafar Exista eru rösklega 30 þúsund talsins.