KEA - Ársuppgjör 2006


2006 

Tölur í milljónum króna	2006	2005	2004	2003
Hreinar rekstrartekjur	501	501	2.453	125
Rekstrargjöld	145	174	82	65
Hagn. fyrir skatta	356	327	2.371	60
Reiknaðir skattar	69	64	412	14
Hagnaður af reglulegri starfsemi	287	263	1.959	46
Önnur gjöld	0	0	0	0
Hagnaður tímabilsins	287	263	1.959	46
				
	31.12.2006	31.12.2005	31.12.2004	31.12.2003
Heildareignir	5.410	5.101	4.813	2.514
Skuldir og skuldbindingar	901	840	775	435
Eigið fé	4.510	4.261	4.038	2.079
				
Eiginfjárhlutfall	84%	84%	84%	83%

Stjórn KEA svf. hefur á fundi sínum 8. febrúar 2007 fjallað um og samþykkt ársreikning félagsins fyrir árið 2006 en hann er samstæðureikningur KEA svf. og Hildings ehf.   

Hagnaður varð af rekstri félagsins á tímabilinu og nam hann 287 millj. kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta.
 
Heildareignir félagsins nema 5.410 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar 901 millj. kr. Þar af tekjuskattsskuldbinding að fjárhæð 430 millj.kr.  Bókfært eigið fé er því 4.510 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 84%. 

Á árinu keypti félagið umtalsverða eignarhluti í Sandblæstri og málmhúðun og var einn stofnenda SAGA Capital fjárfestingarbanka.  Auk þess var fjárfest í nokkrum minni verkefnum á árinu.

Á árinu sameinaðist dótturfélagið Upphaf ehf. við Tækifæri hf. undir nafni og merkjum þess síðarnefnda en Tækifæri er fjárfestingarfélag sem einbeitir sér að fjárfestingum í nýsköpunar- og umbreytingarverkefnum.  Eignarhlutur KEA í Tækifæri er 34%

KEA starfar sem fjárfestingarfélag sem vinnur í þágu eigenda sinna að eflingu atvinnulífs og búsetuskilyrða á starfssvæði sínu.  Á aðalfundi félagsins í maí var ákveðið að breyta nafni félagsins í KEA svf. en auk þess var ákveðið að greiða eigendum félagsins um 40 millj.kr. arð.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA telur uppgjörið viðunandi m.t.t. aðstæðna á fjármála- og fjármagnsmörkuðum og þeirrar fjárfestingastefnu sem félagið fylgir.  Mest af eignum félagsins er nú bundið í eignaflokkum sem gefa fastar tekjur s.s. á peningamarkaði.  Síðasta ár einkenndist af umróti og óróa á íslenskum fjármálamarkaði það ástand hafði mikil áhrif á veltu og umsvif fjárfestingaverkefna.  Stærri fjárfestingaverkefni félagsins ganga vel og undirliggjandi rekstur í samræmi við áætlanir.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri, í síma 460 3400.


Attachments

KEA  - 12 2006.pdf