Fasteignafélagið Stoðir - Ársuppgjör 2006


Ársreikningur Fasteignafélagsins Stoða hf. hefur að geyma samstæðureikning Fasteignafélagsins Stoða hf. og dótturfélaga þess.

Helstu atburðir ársins 2006:
"	Í árslok 2005 gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme A/S og er rekstur þess hluti af samstæðureikningi félagsins frá yfirtökudegi sem var 6. janúar 2006. 
"	Í maí 2006 keypti félagið allt hlutafé í Löngustétt ehf. og er rekstur þess hluti af samstæðureikningi félagsins frá 1. maí 2006. Helstu fasteignir þess eru Dalshraun 1, Laugavegur 182, Austurstræti 8 og Póshússtræti 3 og 5
"	Á tímabilinu seldi félagið til Baugs Group hf. eignarhluti sína í Högum ehf. og DBH Holding ehf.
"	Í desember 2006 keypti félagið í gegnum dótturfélag sitt Atlas Ejendomme II A/S verslunarhúsnæði ILLUM á Strikinu í Kaupmannahöfn og verslunarhúsnæði Magasin du Nord í Lyngby, Óðinsvé og Árósum. Rekstur fasteignanna er hluti af samstæðureikningi félagsins frá árslokum 2006.
"	Í desember 2006 keypti félagið allt hlutafé í FS6 ehf.  Helstu eignir þess eru Kringlan 1, 3 og 5.  Því fylgir einnig byggingaréttur á Kringlusvæðinu og er rekstur þess hluti af samstæðureikningi félagsins frá árslokum 2006.

Lykiltölur, samstæðureikningur:
"	Hagnaður ársins 2006 nemur 11.395 millj. kr. en nam 2.085 millj. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
"	Rekstrartekjur ársins 2006 námu 6.191 millj.kr en námu 3.468 millj.kr fyrir sama tímabil árið.
"	Heildareignir samstæðunnar í árslok  námu 156.634 millj. kr. en námu 72.538 millj. kr. í árslok 2005.
"	Eigið fé félagsins í lok árs nam 22.717 millj. kr. en þar af nam hlutafé 2.200 millj. kr. Eigið fé í árslok 2005 nam 10.832 millj. kr.
"	Eiginfjárhlutfall var 14,5%


Lykiltölur - samstæða					
Allar fjárhæðir eru í millj. kr.					
Rekstrarreikningur	2006	2005	2004	2003	2002*
Leigutekjur	6.191 	3.468 	3.122 	2.305 	2.072 
Rekstrarkostnaður fasteigna	(1.281)	(704)	(621)	(355)	(300)
Afskriftir	0 	0 	0 	0 	(554)
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður	(583)	(288)	(259) 	(117)	(235)
Rekstrartekjur að frádregnum rekstrargjöldum	4.327 	2.476 	2.242 	1.833 	983 
Seldar eignir að frádregnu kostnaðarverði þeirra	0  	(317)	(52)	0 	0 
Rekstrarhagnaður 	4.327	2.159 	2.190 	1.833 	983 
Fjármagnsgjöld nettó 	(7.155)	(1.577)	(1.485)	(1.771)	(223) 
Matsbreyting fjárfestingaeigna og söluhagnaður	16.700 	1.346 	2.165 	12 	50 
Áhrif hlutdeildarfélaga	(174)	318 	632 	(7)	(4)
Hagnaður fyrir tekjuskatt	13.698 	2.246 	3.502 	67 	806 
Tekjuskattur	(2.303)	(161)	(651)	(12)	(43)
Hagnaður tímabilsins	11.395	2.085	2.851	55	763
					
Sjóðstreymi	 		 	 	 
Handbært fé frá rekstri	2.144 	1.513 	445 	631 	587 
Fjárfestingarhreyfingar 	(38.942)	(11.508)	(4.505)	(4.668)	(2.548)
Fjármögnunarhreyfingar 	37.202 	9.135 	5.268 	3.971 	1.892 
					
Efnahagsreikningur	31.12.2006	31.12.2005	31.12.2004	31.12.2003	31.12.2002
Fastafjármunir 	151.800 	58.921 	39.982 	34.401 	23.461 
Veltufjármunir 	4.834 	13.617 	5.468 	682 	808 
Eignir samtals 	156.634 	72.538 	45.450 	35.083 	24.269 
Eigið fé	22.717 	10.832 	9.452 	6.856 	4.708 
Víkjandi lán	2.303 	1.684 	1.743 	1.732 	1.460 
Tekjuskattsskuldbinding 	10.136 	2.250 	2.158 	1.276 	728 
Langtímaskuldir 	98.546 	41.894 	26.265 	21.007 	11.645 
Skammtímaskuldir, aðrar en víkjandi lán	22.932 	15.878 	5.832 	4.212 	5.728 
Eigið fé, víkjandi lán og skuldir samtals	156.634 	72.538 	45.450 	35.083 	24.269 
					
*  Ársreikningur félagsins árið 2002 var gerður í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju en tölur síðustu þriggja ára eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).


Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að fjárfestingareignir eru færðar á gangvirði.  Breytingar á gangverði fjárfestingareigna eru færðar undir liðnum matsbreyting fjárfestingareigna í rekstrarreikningi, en matsbreytingin nam 16.212 milljónum króna á árinu. Meginhluti þeirrar fjárhæðar er tilkominn vegna hækkunar á leiguverði sem einkum byggist á hækkunum á verðlagsvísitölum og erlendum myntum sem bundnar eru í leigusamningum félagsins. 

Arður og aðalfundur Fasteignafélagsins Stoða hf:

Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn þann 16. febrúar 2007 og lagði til að greiddur yrði 1.000 millj. kr. í arð til hluthafa á árinu 2007. Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi kl 16:00 á Nordica Hótel.

Um Stoðir og horfur:

Fasteignafélagið Stoðir hf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu og rekstri atvinnuhúsnæðis.  Fasteignir félagsins eru verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel og vörugeymslur og er fermetrafjöldinn yfir 600 þúsund. Fjöldi leigutaka eru rúmlega 1.000. Meðal stærstu leigutaka má nefna Haga hf. Magasin Du Nord, ILLUM, Flugleiðahótel og Fasteignir Ríkissjóðs. Nýtingarhlutfall fasteigna er um 97%. Horfur í rekstri félagsins eru góðar.

Nánari upplýsingar veitir: Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri félagsins í síma: 575 9000





Attachments

Fasteignafelagi Stoir 12 2006.pdf