Icelandair Group hf., Annual report/ annual accounts


Afkomufrétt                                                                     
                                                               20. febrúar 2007.

                          Afkoma Icelandair Group 2006                          

Hagnaður Icelandair Group fyrir skatta 3,1 milljarðar króna                     

Helstu niðurstöður uppgjörs Icelandair Group:                                   
Hagnaður Icelandair Group fyrir skatta 2006 var 3,060 milljarðar króna          
Hagnaður Icelandair Group fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 6,058  
milljarðar króna                                                                
EBIT nemur 3,326 milljörðum og eykst um 28%  frá  síðasta ári                   
Hagnaður eftir skatta 2,615 milljarðar króna                                    
Heildartekjur fyrirtækisins voru 56,1 milljarðar króna-23% aukning frá  2005    
Afkoma 4. ársfjórðungs neikvæð um 555 milljónir króna                           
Icelandair Group skráð í Kauphöll Íslands í desember 2006                       
Icelandair stærsta fyrirtæki samstæðunnar með um 52% af tekjum félagsins        
Eiginfjárhlutfall 34%                                                           
Handbært fé frá rekstri 6,4 milljarðar króna                                    
Eignir 76,6 milljarðar króna í árslok 2006                                      

Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair Group segir: "Rekstur samstæðunnar gekk  
mjög vel á árinu 2006 og afkoma var nokkuð betri en áætlanir okkar gerðu ráð    
fyrir, og sú besta í sögu félagsins. Það er sérstaklega ánægjulegt nú þegar     
félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands og er orðið almenningshlutafélag að
geta kynnt nýjum hluthöfum góðan hagnað af starfseminni. Árangurinn byggir fyrst
og fremst á frábæru og samhentu starfsliði og mikilli reynslu og þekkingu, sem  
við náum að nýta okkur til að ná góðum árangri. Við gerum ráð fyrir             
áframhaldandi vexti fyrirtækisins á næstu árum.  Horfur eru almennt góðar og    
spár gera ráð fyrir vexti í atvinnugreininni.  Útlitið er því gott og við ætlum 
okkur að gera enn betur á árinu 2007."

Attachments

icelandair group hf 31 12 2006 final.pdf arsuppgjor 2006_frettatilkynning.pdf