Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis - Ársuppgjör 2006


Hagnaður samstæðu SPRON 9,0 milljarðar króna eftir skatta

Arðsemi eigin fjár 58,7%


"Rekstur SPRON á árinu 2006 var einstaklega árangursríkur.  Mikill vöxtur og góð afkoma einkenndi alla starfsemi fyrirtækisins.  Hagnaður SPRON á árinu 2006 er sá langmesti frá upphafi og hagnaður af rekstri SPRON liðlega tvöfaldaðist frá árinu 2005.  SPRON hefur lagt áherslu á að byggja upp fleiri afkomuþætti til að renna traustari stoðum undir tekjustreymi fyrirtækisins.  SPRON Verðbréf hóf formlega starfsemi á árinu og var SPRON Verðbréfum og verðbréfasjóðum SPRON einstaklega vel tekið af viðskiptavinum okkar.  Arðsemi eigin fjár var einstök, eða tæplega 60% og er langt yfir 15% arðsemismarkmiði SPRON.", segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON.  "Auk þeirra verðmæta sem góður hagnaður hefur myndað greiddu stofnfjáreigendur mikið af nýju stofnfé til sparisjóðsins og því hefur eigið fé hans vaxið verulega.  Eigið fé SPRON jókst um 167% á árinu og er nú 34,8 milljarðar króna. Heildareignir samstæðunnar námu 184,5 milljörðum í árslok og hafa vaxið um 61% frá árslokum 2005.  Sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á þjónustugæði og uppbyggingu innri verðmæta SPRON endurspeglast í góðri afkomu og ánægju viðskiptavina og starfsfólks. Í mælingu á íslensku ánægjuvoginni 2006 kemur fram að viðskiptavinir SPRON eru ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja á Íslandi.  Fjárhagslegur styrkur SPRON hefur margfaldast á nokkrum árum og er fyrirtækið vel undir það búið að takast á við áskoranir framtíðarinnar á vettvangi fjármálaþjónustu." 

   
Helstu kennitölur	2006	2005	2004	2003	2002
						
Kostnaðarhlutfall ..........................	26,4%	36,7%	50,3%	55,3%	66,7%
Vaxtamunur  ..................	1,6%	2,4%	3,8%	3,8%	3,7%
Arðsemi eigin fjár e. skatta  ...............	58,7%	61,5%	36,0%	21,0%	23,0%
Framlag í afskriftarreikning sem hlutfall af útlánum  	0,2%	0,5%	0,9%	1,8%	1,6%
					
Eiginfjárhlutfall (CAD) ...............................	20,2%	13,6%	10,4%	12,8%	11,5%
Eiginfjárhlutfall (eiginfjárþáttur A) .................	31,1%	19,6%	12,3%	10,0%	9,3%
Afskriftarreikningur útlána sem hlutfall af útlánum 
og veittum ábyrgðum ...............	0,9%	1,2%	2,0%	2,8%	2,9%
Stöðugildi í lok árs .....................	245	206	184	183	181
Innlán sem hlutfall af útlánum til viðskiptavina ........	44,1%	46,3%	72,1%	80,4%	69,7%



Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag


"	Hagnaður af rekstri SPRON samstæðunnar eftir skatta var 9.010 millj. kr. og jókst um 120% frá árinu áður.

"	Arðsemi eigin fjár var 58,7%.

"	Hreinar rekstrartekjur ársins 2006 námu alls 15.196 millj. kr. sem er 82% aukning frá fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur námu 2.415 millj. kr. og jukust um 9% milli ára.  Aukið vöruúrval SPRON skilaði sér í auknum þjónustutekjum á árinu, en hreinar þjónustutekjur jukust um 67% frá fyrra ári og námu 975 millj. kr. á árinu. Veigamesti þáttur í tekjumyndun ársins var hagnaður af fjárfestingum sparisjóðsins og vegur þar þyngst hlutabréfaeign í Exista. 

"	Vaxtamunur sparisjóðsins sem hlutfall af meðalstöðu fjármagns hefur lækkað og var 1,6% á árinu 2006 samanborið við 2,4% á árinu 2005. Vaxtamunur hefur lækkað frá fyrri árum með stækkun efnahags og breyttri útlánasamsetningu. Á sama tíma hafa vanskil og afskriftir lækkað töluvert og eru nú hlutfallslega lægri en nokkru sinni fyrr. 

"	Framlag í afskriftareikning útlána lækkaði um tæp 6% frá árinu áður og nam alls 308 millj. kr. Afskriftareikningur útlána sem hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum er 0,9% í lok ársins og lækkaði úr 1,2%.

"	Rekstrarkostnaður SPRON jókst nokkuð, en þó hefur kostnaðarhlutfall SPRON aldrei verið lægra og nam 26% á árinu.

"	Niðurstaða efnahagsreiknings var 184,5 milljarðar kr. og hefur hækkað um 61% frá upphafi árs 2005, eða um tæpa 70 milljarða kr.

"	Heildarútlán til viðskiptamanna SPRON námu 128.296 millj. kr. í lok ársins og hækkuðu um samtals 43.345 millj. kr. eða 51% á árinu. 

"	Heildarinnlán SPRON í lok ársins námu alls 56.592 millj. kr. og hækkuðu um samtals 17.252 millj. kr. eða tæp 44%. Innlán sem hlutfall af útlánum til viðskiptamanna námu 44%.

"	Eigið fé í lok tímabilsins nam 34.746 millj. kr. og hefur hækkað um 21.730 millj. kr. frá upphafi árs 2006 eða 167%.

"	Eiginfjárhlutfall (CAD) SPRON samstæðunnar í lok ársins var 20,2%. Lágmarkshlutfall samkvæmt lögum er 8,0%.  Eiginfjárþáttur A er 31,1%. 

"	Ársreikningurinn er birtur í samræmi við alþjóðlegar reglur um gerð samstæðureikningsskila (IFRS). 


Aðalfundur sparisjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 8. mars næstkomandi og mun stjórn SPRON leggja fram tillögu um að greiddur verði 46% arður til stofnfjáreigenda. Auk endurmats vegna verðlagsbreytinga mun stjórn sparisjóðsins leggja til að nýtt verði heimild í lögum um sérstakt endurmat stofnfjár og það hækkað um 5,0%.


Allar frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 550 1200.


Guðmundur Hauksson
sparisjóðsstjóri

Helstu lykiltölur úr rekstri SPRON 2002-2006

Milljónir króna	2006	2005	Breyting	2004	2003	2002
							
Tekjur						
Vaxtatekjur .......................	14.537	7.884	84,4%	5.547	4.950	4.534
Vaxtagjöld .........................	-12.123	-5.659	114,2%	-3.272	-2.964	-2.845
	Hreinar vaxtatekjur 	2.415	2.225	8,5%	2.275	1.986	1.689
							
Þjónustutekjur ..................	1.307	881	48,3%	859	820	735
Þjónustugjöld ...................	-331	-297	11,6%	-243	-214	-192
	Hreinar þjónustutekjur 	975	584	67,0%	616	606	543
							
Hreinar tekjur af fjáreignum og fjárskuldum ...........	10.115	4.366	131,7%	1.757	1.114	353
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga ..........	1.407	597	135,8%	224	62	105
Aðrar rekstrartekjur .................	284	576	-50,6%	135	38	230
	Aðrar rekstrartekjur 	11.806	5.538	113,2%	2.116	1.214	688
							
	Hreinar rekstrartekjur	15.196	8.347	82,1%	5.007	3.806	2.920
Gjöld						
Laun og launatengd gjöld ..........	-1.926	-1.551	24,2%	-1.299	-1.072	-908
Annar rekstrarkostnaður ...........	-1.974	-1.433	37,7%	-1.208	-1.007	-984
Afskriftir ..................................	-109	-81	35,0%	-45	-48	-76
	Rekstrarkostnaður ......	-4.009	-3.065	30,8%	-2.553	-2.127	-1.968
							
Virðisrýrnun útlána ..............	-308	-327	-5,6%	-470	-668	-591
Afskrift viðskiptavildar ............	0	0	 -	0	-165	-89
							
	Hagnaður fyrir skatta	10.879	4.956	119,5%	1.984	846	272
							
Tekjuskattur ................	-1.869	-863	116,4%	-355	-42	462
	Hagnaður	9.010	4.092	120,2%	1.629	804	734
							
Eignir						
Sjóður og óbundnar innstæður í Seðlabanka....................	2.432	2.068	17,6%	1.540	416	670
Kröfur á lánastofnanir ..............	7.223	6.294	14,8%	5.427	3.283	2.458
Útlán til viðskiptamanna ...........	128.296	84.950	51,0%	49.278	37.199	35.915
Veltufjáreignir ........................	20.313	8.367	142,8%	5.953	6.382	2.905
Fjáreignir á gangvirði ..............	16.749	7.991	109,6%	3.290	1.438	6.271
Hlutir í hlutdeildarfélögum .........	4.580	1.647	178,2%	1.028	804	1.015
Óefnislegar eignir .................	1.675	1.619	3,5%	1.536	1.505	1.562
Rekstrarfjármunir .............	992	1.016	-2,4%	176	211	238
Aflögð starfsemi og fastafjármunir til sölu ..	105	103	1,9%	126	343	80
Aðrar eignir ........................	2.136	874	144,3%	400	321	521
	Eignir samtals	184.501	114.929	60,5%	68.754	51.902	51.635
							
Skuldir							
Innlán frá fjármálafyrirtækjum og Seðlabanka ........................	11.524	11.210	2,8%	7.211	1.050	7.095
Almenn innlán ........................	56.592	39.340	43,9%	35.523	30.180	25.070
Lántaka ...................	69.642	44.445	56,7%	16.425	13.117	12.550
Víkjandi lán ..................	5.216	3.918	33,1%	1.924	1.849	1.806
Veltufjárskuldir .................	361	120	200,3%	111	0	29
Lífeyrisskuldbindingar .............	646	559	15,5%	509	356	315
Skattskuld ....................	3.013	1.249	141,2%	469	160	114
Aðrar skuldir .....................	2.731	1.070	155,3%	763	565	597
	Skuldir samtals	149.726	101.912	46,9%	62.935	47.277	47.576
							
Stofnfé ...............	19.454	3.961	391,2%	604	539	514
Varasjóður ..................	15.292	9.055	68,9%	5.214	4.059	3.373
	Stofnfé og varasjóður samtals	34.746	13.016	166,9%	5.818	4.598	3.887
							
Hlutdeild minnihluta ..................	29	1	2257,5%	1	27	172
	Eigið fé samtals	34.775	13.017	167,1%	5.819	4.625	4.059
							
	Skuldir og eigið fé samtals	184.501	114.929	60,5%	68.754	51.902	51.635



Attachments

SPRON - Frettatilkynning 12 2006.pdf SPRON - 12 2006.pdf