Frjálsi fjárfestingarbankinn - Ársuppgjör 2006


694 milljóna króna hagnaður hjá Frjálsa 
 Útlánaaukning á árinu 49%


Lykiltölur úr rekstri						
						
Í millj. ISK						
Rekstur:	1.1.2006-31.12.2006	1.1.2005-31.12.2005	Breyting	1.1.2004-31.12.2004	1.1.2003-31.12.2003	1.1.2002-31.12.2002
Hreinar vaxtatekjur	827	644	28,4%	882	724	699
Þjónustutekjur	103	107	-3,7%	67	63	38
Aðrar rekstrartekjur	415	425	-2,4%	124	42	126
Hreinar rekstrartekjur	1.345	1.176	14,4%	1.073	829	863
	 		 	 		
Laun og launatengd gjöld	237	217	9,2%	196	171	123
Annar almennur  rekstrarkostnaður	173	158	9,5%	82	59	60
Afskriftir rekstrarfjármuna	27	22	22,7%	7	6	26
	437	397	10,1%	285	236	209
	 		 	 		
Virðisrýrnun útlána	64	82	-22,0%	165	90	70
	 	 	 	 	 	 
Hagnaður fyrir skatta	844	697	21,1%	623	503	584
Skattar	(150)	(123)	22,0%	(112)	36	(101)
Hagnaður eftir skatta	694	574	20,9%	511	539	483
	 		 	 		
	 		 	 		
Eignir:	31.12.2006	31.12.2005	Breyting	31.12.2004	31.12.2003	31.12.2002
Sjóður og kröfur á lánastofnanir	261	169	54,4%	313	77	474
Útlán og kröfur 	53.036	35.513	49,3%	17.082	13.525	11.648
Rekstrarfjármunir	737	682	8,1%	37	41	40
Aðrar eignir	1.298	1.167	11,2%	350	60	4.612
Eignir Samtals	55.332	37.531	47,4%	17.782	13.703	16.774
	 		 	 		
Skuldir:	 		 	 		
Lántaka	50.183	33.348	50,5%	14.182	10.716	13.978
Aðrar skuldir	529	257	105,8%	159	57	405
Skuldir samtals	50.712	33.605	50,9%	14.341	10.773	14.383
	 		 	 		
Eigið fé:	 		 	 		
Eigið fé	4.620	3.926	17,7%	3.441	2.930	2.391
Eigið fé samtals	4.620	3.926	17,7%	3.441	2.930	2.391
	 		 	 		
Skuldir og eigið fé samtals	55.332	37.531	47,4%	17.782	13.703	16.774
	 		 	 		
	 		 	 		
Helstu kennitölur	1.1.2006-31.12.2006	1.1.2005-31.12.2005	Breyting	1.1.2004-31.12.2004	1.1.2003-31.12.2003	1.1.2002-31.12.2002
Kostnaðarhlutfall	32,5%	33,8%	-3,8%	26,6%	28,5%	24,2%
Vaxtamunur 	1,8%	2,3%	-21,7%	5,6%	4,8%	4,2%
Heildaraukning útlána frá áramótum	49,3%	62,0%	-20,5%	26,3%	16,1%	4,4%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta	17,7%	17,1%	3,5%	17,4%	22,6%	21,6%
	 		 	 		
	31.12.2006	31.12.2005	Breyting	31.12.2004	31.12.2003	31.12.2002
Eiginfjárhlutfall (CAD)	13,3%	18,0%	-26,1%	33,4%	26,3%	24,0%
Afskriftareikningur útlána sem hlutfall 	 		 	 		
af útlánum og veittum ábyrgðum	0,6%	1,0%	-40,0%	2,6%	2,3%	2,3%


Samkvæmt ársreikningi Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrir árið 2006 nam hagnaður bankans 694 millj. kr. eftir skatta samanborið við 574 millj. kr. árið 2005 sem er aukning á hagnaði um 21%.   Arðsemi eigin fjár var 18%.  Hagnaður fyrir skatta nam 844 millj. kr. og nam því reiknaður tekjuskattur 150 millj. kr.

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegar reglur um gerð samstæðureikningsskila (IFRS).

Hreinar vaxtatekjur námu 827 millj. kr. á árinu 2006 samanborið við 644 millj. kr. árið 2005 sem er 28% aukning á hreinum vaxtatekjum.   Vaxtamunur var 1,8% á árinu 2006 samanborið við 2,3% árið 2005.    

Aðrar rekstrartekjur námu alls 518 millj. kr. á árinu 2006 og lækka um 2,5% frá árinu 2005.

Kostnaðarhlutfall Frjálsa er nær óbreytt á milli ára en hlutfallið var 33% á árinu 2006.  Önnur rekstrargjöld námu alls 437 millj. kr. samanborið við 397 millj. kr. 2005.  Hlutfall annara rekstrargjalda af hreinum vaxtatekjum var 53% á árinu 2006 samaborið við 62% árið 2005.   

Niðurstaða efnahagsreiknings var 55.332 millj. kr. í loks ársins 2006 og hefur hækkað um 47% frá áramótum.  Heildarútlán og kröfur á námu alls  53.036 millj. kr. í lok ársins 2006 hækkuðu um 49% frá áramótum

Virðisrýrnun útlána nam 64 millj. kr. á árinu 2006 samanborið við 82 millj. kr. á árinu  2005.   Vanskilahlutfall  nam 0,55% af heildarútlánum í lok árs 2006.   Afskriftareikningur útlána í lok ársins 2006  nam 332 millj. kr. sem er 0,6% sem  hlutfall af heildarútlánum.

Eigið fé í lok ársins nam 4.620 millj. kr. og hefur hækkað um 18% frá áramótum.   
Eiginfjárhlutfall (CAD) bankans í lok ársins 2006 var 13,3%. Lágmarkshlutfall samkvæmt lögum er 8,0%.

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa.  "Þessi afkoma er sú besta í sögu bankans. Mikill útlánavöxtur var á árinu 2006 líkt og árinu 2005. Það sem lagði grunn að þessari góðu afkomu var aukin umsvif sem skilaði sér í umtalsverðri hækkun á hreinum vaxtatekjum án þess að önnur rekstrargjöld hækkuðu að sama skapi. Útlánasafn bankans er traust en af útlánum bankans eru 99% tryggð með veð í  fasteign. Vanskil eru í lág í sögulegu samhengi en hafa þó verið að aukast lítilega á síðustu mánuðum. Horfur fyrir árið 2007 eru góðar en búast má við að áfram verði umtalsverður útlánavöxtur og stækkun á efnahagsreikningi "

Kristinn Bjarnason 
framkvæmdastjóri

Attachments

Frjalsi fjarfestingarbankinn - 12 2006.pdf