Hitaveita Suðurnesja - Ársuppgjör 2006


Ársreikningur Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS hf.) var í dag, þann 2. mars 2007, samþykktur á fundi stjórnar.



Helstu fjárhæðir úr ársreikningnum eru sem hér segir í þús. kr.

					
Rekstrarreikningur	2006	2005	2004	2003	2002
			*	**	**
Rekstrartekjur	6.031.408 	4.681.528 	3.808.527	3.508.585	3.461.494 
Rekstrargjöld án afskrifta	2.852.853 	2.440.041	2.359.284	2.163.864  	2.017.990 
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir	3.178.555 	2.241.487	1.449.243	1.344.721  	1.443.504 
Afskriftir	(996.033)	(670.016)	(645.749)	(628.431)	(597.677)
Rekstrarhagnaður fyrir fyrir fjármagnsliði	2.182.522 	1.571.471	803.494	716.290 	845.827 
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld	(1.073.613) 	4.381	76.463	9.891 	(38.537)
Hagnaður fyrir tekjuskatt	1.108.909 	1.575.852	879.957	726.181 	807.290 
Tekjuskattur	1.234.858 	0	0  	0 	0 
Hagnaður 	2.343.767 	1.575.852 	879.957	726.181	807.290 
					
Efnahagsreikningur					
					
Fastafjármunir	29.124.372 	22.700.041	16.017.483	13.535.424 	12.659.104 
Veltufjármunir	1.575.175 	1.933.326	1.968.141	1.119.256 	1.111.162 
Eignir samtals 	30.699.547 	24.633.367	17.985.624 	14.654.680 	13.770.266
					
Eigið fé 	15.695.018 	13.771.251	12.525.399	11.849.694 	11.081.346 
Langtímaskuldir	13.121.716 	8.122.073	3.153.838	1.634.539 	1.674.650 
Skammtímaskuldir	1.882.813 	2.740.043	2.306.387	1.170.447 	1.014.270 
Skuldir og eigið fé samtals	30.699.547 	24.633.367	17.985.624	14.654.680	13.770.266 
	
Kennitölur	
Veltufjárhlutfall	0,84	0,71	0,85	0,96	1,08
Eiginfjárhlutfall	0,51	0,56	0,71	0,81	0,80
					

Hagnaður félagsins á árinu 2006 nam 2.344 millj. kr., en árið áður var hagnaður félagsins 1.576 millj. kr.  

Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur HS hf. á árinu 2006 6.031 millj. kr., en þær voru 4.682 millj. kr. árið áður. Hækkun tekna er 29% og stafar að mestu af aukningu í raforkusölu um 1.324 millj. kr. Sala á heitu vatni dróst saman um 57 millj. kr.

Rekstrargjöld án afskrifta námu 2.853 millj. kr., en voru 2.440 millj. kr. árið áður.  Mestu munar að kostnaður við rekstur orkuvera hækkaði um 282 millj. kr. á árinu, en nýtt orkuver félagsins á Reykjanesi var tekið í notkun í maí sl.

Hrein fjármagnsgjöld voru 1.074 millj. kr. árinu samanborið við 4  millj. kr. fjármunatekjur árið áður. Veiking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum leiðir til 1.320 millj. kr. gengistaps, en á árinu 2005 var gengishagnaður 110 millj. kr. Vaxtagjöld ríflega tvöfaldast frá fyrra ári, einkum vegna fjármögnunar byggingar Reykjanesvirkjunar, og námu 634 millj. kr.

Samkvæmt lögum um skattskyldu orkufyrirtækja varð félagið skattskylt frá og með 1. janúar 2006. Vegna þess er færður til tekna í rekstrarreikningi tekjuskattur að fjárhæð 1.235 millj. kr. Annars vegar er um að ræða gjaldfærðan tekjuskatt að fjárhæð 183 millj. kr. vegna rekstrarhagnaðar á árinu. Hins vegar er tekjufærður 1.418 millj. kr. tekjuskattur vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði einstakra eigna og skulda félagsins annars vegar og skattalegu verði þeirra hins vegar.

Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS hf. bókfærðar á 30.700 millj. kr., þar af eru veltufjármunir 1.575 millj. kr. Eignir hækkuðu um 6.066 millj. kr. frá fyrra ári.  Aukningin er aðallega vegna fjárfestinga félagsins í Reykjanesvirkjun og nýju orkuveri í Svartsengi.

Skuldir HS hf. nema samkvæmt efnahagsreikningi 15.005 millj. kr., þar af eru skammtímaskuldir 1.883 millj. kr.  Skuldir hafa hækkað um 4.142 millj. kr. milli ára. Hækkunin skýrist aðallega af lántökum félagsins vegna Reykjanesvirkjunar.

Eigið fé HS hf. var 15.695 millj. kr. í árslok 2006. Eiginfjárhlutfall félagsins var 51%. Í ársbyrjun 2006 var eigið fé félagsins 13.771 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið 56%.

Þann 15. mars 2006 tilkynnti bandaríkjastjórn að herstöðinni í Keflavík yrði lokað frá og með 1. október 2006. Varnarliðið hefur verið stærsti einstaki kaupandi heits vatns og raforku af félaginu og námu tekjur Hitaveitunnar vegna þessara viðskipta 984 millj. kr. á árinu 2005. Samkvæmt samningi um kaup varnarliðsins á heitu vatni er kveðið á um að semja eigi um eingreiðslu til Hitaveitunnar verði herstöðinni lokað. Þann 25. október 2006 barst Hitaveitunni tilboð um að samningnum yrði lokað með eingreiðslu að fjárhæð 10 millj. dollara og var tilboðinu tekið á stjórnarfundi daginn eftir. Ekki hefur verið gengið frá endanlegum samningi um eingreiðsluna.

Horfur um rekstur Hitaveitu Suðurnesja eru góðar fyrir árið 2007. Reykjanesvirkjun var tekin í notkun í maí 2006 og munu tekjur af raforkusölu til stóriðju auka heildartekjur félagsins umtalsvert. Áfram verður mikil uppbygging kerfa samfara aukningu byggðar á þjónustusvæði fyrirtækisins og aukinni orkuvinnslu. Unnið verður að rannsóknum á frekari virkjunarkostum til framtíðar og er verið að afla rannsóknarleyfa í því skyni. Stærsta einstaka verkefnið eru framkvæmdir við 30 MW orkuver í Svartsengi sem verður gangsett fyrir árslok 2007.


Nánari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., í síma 422 5200.


* Fjárhæðir ársins 2004 hafa verið leiðréttar til samræmis við leiðréttingu á eigin fé í byrjun árs 2004, þar sem eigið fé er lækkað um 329 millj. kr., lífeyrisskuldbinding hækkuð um 329 millj. kr. og hagnaður ársins lækkaður um 99 millj. kr.


** Fjárhæðir eru í samræmi við áður samþykkta ársreikninga. 





Attachments

Hitaveita Suurnesja 12 2006.pdf