BYR Sparisjóður, Ársuppgjör 2006


BYR - sparisjóður
Tilkynning vegna ársreiknings 2006
			
BYR - sparisjóður
-í þúsundum króna
			 
			
Rekstrarreikningur árið 2006			
	2006	2005	% Breyting
Vaxtatekjur	8.219.221	2.775.919	196,09%
Vaxtagjöld	-6.431.484	-1.860.944	     245,60%
Hreinar vaxtatekjur	1.787.737	914.975	       95,39%
Þjónustutekjur	847.941	260.269	225,79%
Þjónustugjöld	-169.769	-89.619	          89,43%
Hreinar þjónustutekjur	678.172	170.650	297,41%
Arðstekjur	76.593	20.016	282,66%
Tekjur af veltufjáreignum	664.927	602.969	10,27%
Hreinar tekjur af öðrum fjáreignum á gangvirði	32.305	24.288	33,00%
Gjaldeyrisgengismunur	24.052	-31.744	175,70%
Aðrar rekstrartekjur	106.910	65.719	62,68%
Laun og launatengd gjöld	-1.155.056	-443.145	160,65%
Annar rekstrarkostnaður	-993.173	-355.608	179,29%
Afskriftir	-64.511	-18.320	252,13%
Rekstrarhagnaður fyrir virðisrýrnun útlána	1.157.956	949.800	21,92%
Virðisrýrnun útlána	-89.153	-185.728	-52,00%
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfyrirtækja	2.130.886	601.420	254,31%
Rekstrarhagnaður fyrir skatta	3.199.689	1.365.492	134,32%
Tekjuskattur	-523.391	-239.645	118,40%
Hagnaður ársins	2.676.298	1.125.847	137,71%
			
Skipting hagnaðar:			
 - stofnfjáreigendur og varasjóður	2.661.937	1.125.847	136,43%
 - minnihluti	14.361	0	100,00%
			
			
Efnahagsreikningur 31. desember  2006			
			
Eignir:	31/12 2006	1/1 2006	% Breyting
Sjóður og óbundnar bankainnistæður	1.451.079	429.096	238,17%
Útlán og kröfur - lánastofnanir	8.812.690	4.869.456	80,98%
Útlán og kröfur - viðskiptamenn	72.988.464	24.302.076	200,34%
Veltufjáreignir	9.816.538	4.332.746	126,57%
Fjáreignir:	 		
 - til sölu	569.154	325.730	74,73%
 - til gjalddaga	441.492	470.721	-6,21%
Hlutdeildarfélög	7.418.574	2.431.659	205,08%
Óefnislegar eignir	1.508.546	0	100,00%
Rekstrarfjármunir	771.609	292.978	163,37%
Fjárfestingaeignir	165.250	165.250	0,00%
Aðrar eignir	245.089	42.072	482,55%
Eignir samtals	104.188.485 	37.661.784 	176,64%
			
Skuldir			
Innlán - lánastofnanir	8.335.902	3.319.155	151,15%
Innlán - viðskiptamenn	46.837.836	19.835.383	136,13%
Lántökur	30.020.742	7.558.976	297,15%
Víkjandi lán	1.567.916	137.495	1040,34%
Lífeyrisskuldbinding	923.134	0	100,00%
Tekjuskattsskuldbinding	1.480.557	404.360	266,15%
Skattar til greiðslu	129.083	33.879	281,01%
Aðrar skuldir	945.462	192.020	492,35%
Skuldir samtals	90.240.632	31.481.268	186,65%
			 
Eigið fé			
Stofnfé	231.377	131.967	75,33%
Varasjóður	13.685.613	6.048.548	126,26%
Hlutdeild minnihluta	30.864	0	100,00%
Eigið fé samtals	13.947.854	6.180.515	125,67%
Skuldir og eigið fé samtals	104.188.485	37.661.784	176,64%
			
Eiginfjárhlutfall skv. CAD	14,3%	19,5%	 
Arðsemi eiginfjár 	23,0%	22,5%	
Vaxtamunur 	2,47%	2,7%	
Afskriftir sem hlutfall af útlánum	1,01%	2,0%	 
Stöðugildi	168	74	 
Innlánsaukning viðskiptamanna	136,13%	15,7%	 
Útlánsaukning viðskiptamanna	80,98%	31,5%	 
Kostnaðarhlutfall	40,2%	34,5%	 


Samanburðartölur í ársreikningi BYR - sparisjóðs eru tölur úr ársreikningi Sparisjóðs vélstjóra (SPV) þar sem samruni sjóðanna, átti sér ekki stað fyrr en 27. apríl, 2006.

Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag:

"	Hagnaður BYR - sparisjóðs á árinu 2006 nam 3.199,7 m.kr. fyrir skatta samanborið 1.365,5 m.kr. fyrir árið 2005.

"	Hagnaður eftir skatta nam 2.676.3 m.kr. samanborið við 1.125,8 m.kr. fyrir árið 2005.

"	Arðsemi eigin fjár er 23,0% á ársgrundvelli.

"	Vaxtatekjur sparisjóðsins námu 8.219.2 m.kr. og jukust um 196,1% samanborið við árið 2005.

"	Vaxtagjöld  námu 6.431,5 m.kr og jukust um 245,6% miðað við árið 2005.

"	Hreinar vaxtatekjur námu 1.787,7 m.kr. samanborið við 914,9 m.kr. á árinu 2005 og hafa því aukist um 95,4%.

"	Rekstrarhagnaður fyrir  virðisrýrnun jókst um 208,1 m.kr. eða 21,92% og námu á árinu 2006 1.157,9 m.kr.

"	Rekstrargjöld námu 2.212,7 m.kr á árinu 2006 og jukust um 170,8% frá árinu 2005. Launakostnaður hækkaði um 160,6% en almennur rekstrarkostnaður hefur aukist um 179,3%.

"	Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins fyrir árið 2006 var 40,2% á móti 34,5% fyrir árið 2005.

"	Virðisrýrnun útlána nam 89,2 m.kr. samanborið við 185,7 m.kr. á árinu 2005.

"	Afskriftarreikningur lána og krafna nam í lok ársins 2006 1,0% af útlánum og veittum ábyrgðum en var 2,2% í ársbyrjun 2006.

"	Útlán til viðskiptavina námu 72.988,4 m.kr. og jukust um 200,3% frá ársbyrjun 2006.
 
"	Innlán viðskiptamanna námu 46.837,8 m.kr. og jukust um 136,1% frá ársbyrjun 2006.

"	Eigið fé í árslok 2006 nam 13.947,8 m.kr. og hefur vaxið um 7.767,3 m.kr. frá ársbyrjun 2006 eða um 125,6%.  Hlutdeild minnihluta nemur 30,8 m.kr.

"	Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 14,3%.

"	Vaxtamunur tímabilsins er 2,5% samanborið við 2,7% árið 2005. 
"	
"	Heildarfjármagn í lok ársins 2006 nam 104.188,5 m.kr. og hefur aukist um 176,7% frá ársbyrjun 2006.



Grundvöllur reikningsskila
Þetta er fyrsti ársreikningur þar sem alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) er beitt við uppgjör samstæðunnar.  Ársreikningurinn var útbúinn í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 1 (IFRS 1) þar sem hann er hluti af fyrstu reikningsskilum sem samstæðan gerir til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS, International Financial Reporting Standards).

Ársreikningurinn var gerður til samræmis við viðurkenndar reikningsskilareglur á Íslandi, þ.e. lög og reglugerðir um ársreikninga lánastofnana þangað til í árslok 2005. Þær reikningsskilareglur eru í einhverjum tilvikum frábrugðnar IFRS. Við gerð ársreikningsins vegna 2006 þurfti því að breyta ákveðnum reikningsskilaaðferðum til samræmis við IFRS. Samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2005 hafa verið aðlagaðar að þeim breytingum, þar sem það átti við.

Rekstur BYR - sparisjóðs
Hagnaður sparisjóðs á árinu 2006 nam 3.199,7 m.kr. fyrir tekjuskatt en nam 1.365,5 m.kr. fyrir árið 2005 og nemur aukningin 134,3%. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 2.676,3 m.kr. í samanburði við 1.125,8 m.kr. árið 2005. Hagnaður eftir skatta jókst um 137,7% milli tímabila.

Vaxtatekjur fyrri hluta árs 2006 námu alls 8.219,2 m.kr. og jukust um 196,1% frá fyrra ári. Vaxtagjöld jukust um 245,6% og námu alls 6.431,5 m.kr. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins námu 1.787,7 m.kr. króna en voru 914,9m.kr. á árinu 2005. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns er nú 2,5%, en var 2,7% árið 2005. Hreinar þjónustutekjur, þ.e. þjónustutekjur að frádregnum þjónustugjöldum námu á árinu 2006 alls 678,2 m.kr. samanborið við 170,6 m.kr. á árinu á undan. Arðstekjur námu 76,6 m.kr. á árinu 2006 en námu 20,0 m.kr.á árinu 2005.  Tekjur af veltufjáreignum námu 664,9 m.kr. á árinu 2006 og jukust um 10,3% frá árinu 2005. Gjaldeyrisgengismunur nam 24,0 m.kr. á árinu 2006 og aðrar rekstrartekjur námu 106,9 m.kr. 

Rekstrarhagnaður fyrir virðisrýrnun útlána nam 1.157,9 m.kr. og ef hlutdeild í afkomu hlutdeildarfyrirtækja er tekin með nam hann alls 3.288,8 m.kr. á árinu 2006 samanborið við 949,8 m.kr. og 1.551.2 m.kr. á árinu 2005.
 
Laun og launatengd gjöld BYR - sparisjóðs ársins 2006 námu 1.155,1 m.kr. en á árinu 2005 námu þau 443,1 m.kr. og eru 160,7% hærri. Afskriftir rekstrarfjármuna nam á árinu 2006 alls 64,5 m.kr. sem er 252,1% aukning frá 2005. Annar rekstrarkostnaður nam 993,2 m.kr. samanborið við 355,6 m.kr. á árinu 2005 og nemur aukningin 179,3%. Rekstrargjöld sem hlutfall af meðalstöðu efnahags eru 3,1% á ársgrundvelli og hefur það hlutfall hækkað þar sem það nam 2,5% árið 2005. Kostnaðarhlutfall er 40,2% en var 34,5% á árinu 2005.

Virðisrýrnun útlána nam 89,2 m.kr. og rýrnunin nam 185,7 m.kr. á árinu 2005.  Afskriftarreikningur útlána nam 747,7 m.kr. sem er 1,0% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum, en var 2,2% í árslok 2005. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga nam 2.130,9 m.kr. en nam 601,4 m.kr. á árinu 2005.

Efnahagur
Útlán sparisjóðsins til viðskiptavina námu 72.988,5 m.kr. og hafa aukist um 200,3% frá ársbyrjun 2006. Helstu útlánaformin eru sem fyrr verðtryggð lán og reikningslán en gengistryggð lán hafa aukist talsvert á árinu. Veltufjáreign nam 9.816,5 m.kr. og hefur aukist um 126,6% frá ársbyrjun 2006.  Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum námu 7.418,6 m.kr og hafa aukist um 4.986,9 m.kr. frá ársbyrjun 2006 eða um 205,1%. Öll eign sparisjóðsins í skráðum verðbréfum er færð á markaðsgengi.

Innlán viðskiptamanna ásamt lántöku námu 76.858,6 m.kr. samanborið við 27.394,4 m.kr. í ársbyrjun  2006. Innlán viðskiptamanna námu 46.837,8 m.kr. og hafa aukist um 136,13% frá ársbyrjun 2006. Lántaka nam 30.020,7 m.kr. samanborið við 7.558,9 m.kr. í ársbyrjun 2006. Heildarfjármagn í lok ársins 2006 nam 104.188,5 m.kr. og hefur aukist um 66.526,7 m.kr. frá 1. janúar 2006 eða um 176,6%.  

Eigið fé 
Eigið fé BYR - sparisjóðs í árslok nam 13.947,8 m.kr. og hefur vaxið um 7.767,3 m.kr. frá ársbyrjun 2006 eða um 125,7%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 14,3% en var 19,5% um í ársbyrjun. CAD-hlutfall má ekki vera lægra en 8%.  

Sameinaður sparisjóður undir nýju nafni
Þann 27. apríl 2006 urðu tímamót í sögu Sparisjóðs vélstjóra (SPV) og Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) þegar stjórnir sjóðanna undirrituðu viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um sameiningu sjóðanna. Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemina, auka umfang hennar og verðmæti sparisjóðsins um leið. Með bréfi dagsettu 30. júní 2006 sem sent var Fjármálaeftirlitinu var óskað eftir samþykki eftirlitsins á samruna sparisjóðanna tveggja. Eftir að Fjármálaeftirlitið hafði yfirfarið upplýsingar og gögn vegna fyrirhugaðrar sameiningar veitti eftirlitið samþykki sitt fyrir samrunanum. Var þetta tilkynnt með bréfi dagsettu 8. desember 2006. Nokkrum dögum áður eða 1. desember 2006 var haldinn fundur stofnfjáraðila í Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem borin var upp tillaga stjórnar um samruna sparisjóðsins við Sparisjóð vélstjóra. Á sama tíma var haldinn fundur stofnfjáraðila í Sparisjóði vélstjóra þar sem samskonar tillaga var borinn upp af stjórn Sparisjóðs vélstjóra. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða og að því loknu gengu stofnfjáraðilar í Sparisjóði Hafnarfjarðar inn á fund stofnfjáreigenda Sparisjóðs vélstjóra þar sem fundi var framhaldið í sameinuðum sjóði og ný stjórn kosin. Sameinaður sparisjóður fékk nafn og kennitölu Sparisjóðs vélstjóra. Það var svo þann 3. mars sl. sem nafni sparisjóðsins var breytt í BYR - sparisjóður.

Nafnið og merkið
Nafnið BYR táknar meðvind í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það er komið úr sjómannamáli; að fá byr í seglin. Það er jákvætt í eðli sínu. Hugmynd er sögð fá góðan byr þegar henni er vel tekið. BYR er sá sem ber eða hreyfir eitthvað áfram. Nafnið er íslenskt og er eins í öllum föllum nema eignarfalli en þá bætist -s við það. Merkið er myndgerð af nafninu, sem er skylt sögninni bera og felur í sér hreyfingu. BYR er "hagstæður vindur" sem ber fleyið áfram. Merkið tekur mið af upprunanum þar sem rendurnar tákna SPV og SPH sem saman mynda nýtt tákn og nýja kraftmikla heild. Uppruni fyrirtækisins er einnig dregin fram með litanotkun. Vörumerkið á að túlka hugsunina "persónulegur og framsækinn".



Stefna og framtíðarsýn
BYR er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem býður einstaklingum og fyrirtækjum faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu í fjármálum. Markmiðið er að bæta árangur viðskiptavina og samfélagsins í heild. Ísland er aðalmarkaðssvæðið með áherslu á Stór-Reykjavíkursvæðið, en starfsemin fer einnig fram víðar á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu. BYR leggur einnig áherslu á að vera eftirsóknarverður samstarfsaðili fyrirtækja og góður fjárfestingarkostur. Helstu áherslur í starfseminni eru: persónuleg og vönduð þjónusta, sérsniðin að þörfum hvers og eins, skilvirk, hröð og hagkvæm starfsemi og að vera góður og eftirsóttur vinnustaður. Með stærri og öflugri sparisjóði fjölgar möguleikum til framþróunar og sóknar og verður hann betur í stakk búinn til að takast á við flóknari og viðameiri verkefni en áður. Stærri og öflugri sparisjóður verður öllum til hagsbóta; viðskiptavinum sem mun bjóðast fjölbreyttari þjónusta og ráðgjöf; starfsfólki sem mun bjóðast tryggara starfsumhverfi og auknir möguleikar til starfsþróunar; og stofnfjáreigendum í góðri ávöxtun stofnfjárbréfa.

Horfur fyrir árið 2007
Í áætlunum BYRS fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir áframhaldandi góðri afkomu rekstrar. BYR mun sem fyrr leggja áherslu á að uppfylla margvíslegar þarfir viðskiptavina sinna með persónulegri og sveigjanlegri þjónustu þar sem byggt er á trausti og trúnaði.

Aðalfundur
Aðalfundur BYRS verður haldinn þriðjudaginn 13. mars n.k. á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 16:00. Stjórn sparisjóðsins mun leggja til að greiddur verði 16% arður á uppreiknað stofnfé auk þess sem nýtt verði heimild laga um viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði 28%.

Nánari upplýsingar veita Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon sparisjóðsstjórar, sími 575-4000.



Attachments

Arsreikningur BYR - sparisjour 2006.pdf