HB Grandi - Ársuppgjör 2006


"	Rekstrartekjur ársins voru 13.658 mkr, en voru 10.823 mkr árið áður
"	EBITDA var 2.685 (19,7%) en var 1.633 mkr (15,1 %) árið 2005
"	Tap ársins var 1.980 mkr, en hagnaður var 547 mkr árið áður

				4. ársfjórðungur		Allt árið
				2006		2005		2006		2005
				1.10.-31.12.		1.10.-31.12.				
										
Sölutekjur   .........................................		2.802.785 		2.253.736 		13.657.935 		10.823.331 
Kostnaðarverð sölu   ........................		(2.806.426)		(2.259.327)		(11.208.029)		(9.424.075)
Vergur hagnaður (tap) .................................................		(3.641)		(5.591)		2.449.906 		1.399.256 
Aðrar tekjur   ......................................		180.042 		153.080 		196.162 		167.625 
Útflutningskostnaður   .....................		(203.549)		(148.252)		(840.869)		(583.998)
Annar rekstrarkostnaður .................		(27.224)		(163.730)		(562.942)		(509.340)
Virðisrýrnun viðskiptavildar ...........		0 		(43.713)		0 		(43.713)
(Rekstrartap) -hagnaður   .....................................		(54.372)		(208.206)		1.242.257 		429.830 
Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld ..		(1.028.968)		(295.687)		(3.658.961)		236.642 
Áhrif hlutdeildarfélaga   ...................		39.988 		60.804 		149.408 		74.264 
(Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt  .................................		(1.043.352)		(443.089)		(2.267.296)		740.736 
Tekjuskattur   .....................................		100.254 		56.075 		287.252 		(191.447)
(Tap) hagnaður  ...................................................		(943.098)		(387.014)		(1.980.044)		549.289 
				 		 		 		 
										
										
EBITDA ..............................................		480.059 		128.088 		2.684.515 		1.632.653 

Yfirlit
Árið 2006 lagði HB Grandi megináherslu á að laga framleiðslugetu sína að þeim veiðiheimildum, sem félagið ræður yfir.

Eftir breytingar á uppsjávarflotanum, verður allur uppsjávarfiskur veiddur á Faxa, Ingunni og Lundey, sem og Víkingi þegar þörf krefur.  Engey verður seld til nýs dótturfélags HB Granda, Atlantic Pelagic, og gerð út á veiðar á makríl og öðrum uppsjávarfiski við strendur Afríku.

Áfram var haldið uppbyggingu uppsjávarvinnslunnar á Vopnafirði.  Frystigetan hefur verið þrefölduð, 5000 tonna frystigeymsla hefur risið og nýtt hús hefur verið reist fyrir löndun og vigtun á afla til bræðslu.

Sérhæfing í landvinnslu botnfisks var aukin enn frekar.  Nánast allur karfi og ufsi fóru til vinnslu í Reykjavík og þorskur á Akranes.  Annar afli ísfisktogara fór á markað eða var fluttur utan í gámum.  Á Vopnafirði var unnin ýsa, sem keypt var á mörkuðum, þegar uppsjávarfrysting var ekki í gangi.

Í árslok var ákveðið að leggja ísfisktogaranum Brettingi og munu aflaheimildir færast á önnur skip félagsins.

Í október var seld frystigeymsla í Reykjavík, sem einkum hafði verið notuð fyrir sjófrystar vörur.  Hún er fjarri þeim stað þar sem frystiskipin leggjast að á nýju uppfyllingunni við Norðurgarð.  Þar var hins vegar reist löndunarskýli, en koma þarf upp geymslu fyrir afurðir frystiskipanna.

Markaðssóknin hélt áfram með aukinni þátttöku í vörusýningum, víðtækari pakkningu í eigin umbúðir og frekari yfirtöku flutninga.

Ákveðið hefur verið að draga mjög úr laxeldi í Berufirði, en sinna þar áfram tilraunaeldi á þorski.

Rekstrarskilyrði:  Meðalgengi íslensku krónunnar veiktist um 11,7% á milli áranna 2005 og 2006.  Olíuverð  hækkaði um 20% í íslenskum krónum.  Afurðaverð í erlendri mynt hækkuðu á flestum mörkuðum.

Árið 2007:  Það sem af er árinu 2007 hefur loðnuvertíð haft mest áhrif á rekstur félagsins.  Kvótaúthlutun varð nálega tvöfalt meiri en árið 2006, en samt innan við helmingur af úthlutun ársins 2005.  Vinnsla hefur gengið vel, einkum hrognavinnsla.
Rekstur ársins 2006

Rekstrartekjur HB Granda hf. árið 2006 námu 13.658 mkr, samanborið við 10.823 mkr árið áður, og er það 26,2% aukning.  Um vöxt þennan réð mestu að afurðaverð hækkuðu á milli ára, auk þess sem meðalgengi íslensku krónunnar veiktist um 11,7%.  Á móti þessu vann að afli á loðnuvertíð minnkaði verulega á milli ára, vegna lítillar úthlutunar kvóta.  Hins vegar urðu verðmæti á veitt kíló meiri, þar sem hærra hlutfall var unnið til manneldis.  Þá minnkaði ýsuveiði um þriðjung á milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 2.685 mkr eða 19,7% af rekstrartekjum en var 1.633 mkr eða 15,1% árið áður.  Hækkun á þessu EBITDA hlutfalli réðst að stærstum hluta af hærra afurðaverði og veikari krónu.  Á móti kom að olíuverð hækkaði um 20% á milli ára og tap af rekstri dótturfélaga varð meira.
 
Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi var 1.242 mkr, en var 430 mkr á sama tímabili árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 3.659 mkr, en voru  jákvæð um 235 mkr árið áður. Munar þar miklu um gengismun og verðbætur lána sem voru neikvæð um 2.957 mkr árið 2006, en jákvæð um 810 mkr árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 149 mkr, en um 74 mkr árið áður. Tap fyrir tekjuskatt var 2.267 mkr á móti 739 mkr hagnaði árið 2005.  Tap tímabilsins nam 1.992 mkr, en hagnaður nam 547 mkr árið áður.
Rekstur 4. ársfjórðungs 2006

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fjórða ársfjórðungi árið 2006 námu 2.803 mkr, samanborið við 2.254 mkr árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 480 mkr eða 17,1% af rekstrartekjum, en var 128 mkr eða 5,7% árið áður.  Auknar tekjur og hærra EBITDA hlutfall skýrist einkum af hærra afurðaverði og veikingu íslensku krónunnar um 17,7%.  Rekstrartap af eigin starfsemi var 54 mkr, en var 208 mkr á sama tímabili árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1.029 mkr, en um 296 mkr árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 40 mkr, en jákvæð um 61 mkr árið áður.  Tap tímabilsins nam 943 mkr, en tap á sama tíma árið áður 387 mkr.
Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 29.959 mkr í lok árs 2006. Þar af voru fastafjármunir 26.056 mkr og veltufjármunir 3.903 mkr.  Í árslok nam eigið fé 8.195 mkr. Eiginfjárhlutfall var 27,4%, en var 35,2% í lok árs 2005. Heildarskuldir félagsins voru í árslok 21.764 mkr.

Skipastóll og afli

Skipastóll HB Granda hf. samanstendur af 5 frystitogurum, 3 ísfisktogurum og 5 uppsjávarskipum.

Á árinu 2006 var afli skipa félagsins 51 þúsund tonn af botnfiski og 143 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Aðalfundur

Aðalfundur HB Granda h.f. verður haldinn föstudaginn 23. mars 2007 í matsal félagsins við Norðurgarð í Reykjavík og hefst klukkan 17:00.  Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 12% arður.
Fjárhagsdagatal

Aðalfundur  			23. mars 2007
Birting ársskýrslu 		23. mars 2007
Arðgreiðsludagur 		23. apríl 2007
Hálfsársuppgjör 2007	     	20. - 26. ágúst 2007
Ársuppgjör 2007 		3. - 9. mars 2008

Attachments

HB Grandi - 12 2006.pdf