Tryggingamiðstöðin - Tillögur lagðar fram á hluthafafundi 15. mars 2007


Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 15. mars 2007.

Greiðsla arðs
Tillaga er gerð um greiðslu arðs að fjárhæð kr. 1.000.000.000 ( einn milljarður króna), sem svarar til 92% arðs af nafnverði hluta. Arðgreiðsludagur verður 11. apríl 2007. Við greiðslu arðs verður miðað við stöðu hluthafa í hlutaskrá í lok aðalfundardags (upphafi næsta dags þegar búið er að taka tillit til viðskipta í Kauphöll Íslands.) Viðskipti með bréf félagsins án arðs verða þá frá og með 16. mars 2007. 

Tillaga um starfskjarastefnu

1. Tilgangur.
Starfskjarastefna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. miðar að því að Tryggingamiðstöðin, ásamt dótturfélögum, sé samkeppnishæf og geti ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi vöxt og velgengni félagsins. Í því skyni ber að hlúa vel að kjörum stjórnenda félagsins þannig félagið fái notið starfskrafta þeirra sem allra best. Starfskjarastefnan nær til helstu grundvallaratriða í starfs- og launakjörum forstjóra og stjórnenda félagsins. Stefnan er liður í að gæta hagsmuna langtímafjárfesta félagsins, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila með skipulegum, einföldum og gegnsæum hætti. 

2. Starfskjör stjórnarmanna.
Þóknun til stjórnarmanna og varamanna fyrir komandi starfsár skal ákveðin á aðalfundi ár hvert og skal þóknunin taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn verja til starfans, þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og afkomu félagsins. 

3. Starfskjör forstjóra.
Starfskjör forstjóra skulu ítarlega tilgreind í skriflegum ráðningarsamningi, þar á meðal föst laun, árangurstengdar greiðslur, kaupréttur, lífeyrisréttindi, orlof, önnur hlunnindi og uppsagnarfrestur, svo og, eftir atvikum, eftirlaunaréttindi og greiðslur við starfslok.  

4. Starfskjör stjórnenda.
Starfskjör annarra æðstu stjórnenda félagsins, sem nánar skulu tilgreind í skriflegum ráðningarsamningum, skulu einnig taka mið af sjónarmiðum 3. gr. eftir því sem við á.

5. Endurskoðun starfskjarastefnu. Upplýsingagjöf.
Starfskjarastefna félagsins skal tekin til endurskoðunar ár hvert og borin undir aðalfund félagsins til samþykktar eða synjunar.  

Á næsta aðalfundi ber stjórn að gera grein fyrir kjörum stjórnenda og stjórnarmanna félagsins auk þess að skýra frá framkvæmd starfskjarastefnunnar. Frávik frá starfskjarastefnunni skulu rökstudd sérstaklega í hverju tilviki og færð til bókar.
 
Gera skal árlega grein fyrir launum og öðrum starfskjörum stjórnar og æðstu stjórnenda í ársskýrslu félagsins.

Tillaga um þóknun stjórnar

Tillaga er gerð um þóknun stjórnarmanna verði með eftirfarandi hætti: Þóknun formanns verði kr. 400.000 á mánuði og annarra stjórnarmanna kr. 200.000.  Þóknun varamanna verði kr. 65.000 fyrir hvern setinn fund.


Breytingar á samþykktum

a. (3. gr.)

Við 3. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðist svo:  "Starfssvæði félagsins er Ísland.  Starfssvæðið nær einnig til annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu að fullnægðum lagaskilyrðum þar um."


b. (6. gr.)
Við 6. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðist svo:  "Engin sérstök réttindi fylgja hlutum í félaginu.  Hluthafar verða ekki skyldaðir til að sæta innlausn á hlutum sínum nema lög standi til annars."


c. (15. gr.)
3. tölul. 15. gr. orðist svo:  "Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs og hvernig mæta skal halla, sbr. 1. málsl. 25. gr."

Nýr töluliður bætist við í 15. gr. sem verður 4. töluliður og orðist svo:  "Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins."  4., 5. og 6. tl. verða hér eftir 5., 6. og 7. tl.


d. (25. gr.)
1. málsl. 25. gr. orðist svo:  "Stjórn félagsins skal leggja fyrir aðalfund tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs, þ. á m. um úthlutun arðs, og eftir atvikum hvernig mæta skal halla."


e. (26. gr.)
Við 26. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., sem orðist svo:  "Ákvæðum 1. og 2. mgr. verður ekki beitt við breytingar á 10. gr. samþykktanna.  Við beitingu þeirra skal ennfremur gætt ákvæða 94. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995."


f. (27. gr.)
Við 1. mgr. 27. gr. bætist nýr málsliður, sem orðist svo:  "Um slitin skal að öðru leyti farið eftir fyrirmælum XIII. kafla laga um hlutafélög."  2. mgr. 27. gr. fellur niður.



Framboð til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Aðalmenn:
Geir Zoëga, kt. 200829-2399, Ægisíðu 66, 107 Reykjavík
Guðbjörg M. Matthíasdóttir, kt. 140352-3499, Birkihlíð 17, 900 Vestmannaeyjum
Guðmundur P. Davíðsson, kt. 311058-7549, Sólvallagötu 23, 101 Reykjavík
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, kt. 291258-5739, Blikanesi 23, 210 Garðabæ
Sigurður G. Guðjónsson, kt. 081151-3189, Lækjarási 7, 110 Reykjavík

Varamenn:
Páll Þór Magnússon, kt 170468-3929, Eskiholti 20, 210 Garðabæ
Sindri Sindrason, kt. 200852-3979, Þingholtsstræti 28, 101 Reykjavík
Frekari upplýsingar um stjórnarmenn verður unnt að nálgast í höfuðstöðvum Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Aðalstræti 6, 6. hæð, tveimur dögum fyrir fund. Samkvæmt samþykktum félags, skal kjósa fimm aðalmenn til setu í stjórn félagsing og tvo menn til vara. Því er ljóst að sjálfkjörið verður í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á aðalfundinum


Tillaga um endurskoðendur

Tillaga er gerð um að Deloitte, sem áframhaldandi endurskoðendur félagsins.

Tillaga stjórnar um kaup á eigin bréfum

Með vísan til 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 er gerð tillaga um að stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verði heimilað á næstu átján mánuðum að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að eignarhluti þess í sjálfu sér nemi allt að 10% af nafnverði hlutafjár.  Má kaupverð hlutabréfanna vera að lágmarki og hámarki allt að 10% lægra og allt að 10% hærra en síðast þekkta söluverð, skráð hjá Kauphöll Íslands, áður en kaup eru gerð.