Icelandic Group - Aðalfundur 23. mars 2007


Aðalfundur Icelandic Group hf. verður haldinn föstudaginn 23. mars 2007 á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 16:00.


Á dagskrá fundarins verða:

1.	Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár.  
2.	Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar. 
3.	Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 
4.	Ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins. 
5.	Stjórnarkjör.
6.	Kjör endurskoðenda.
7.	Tillaga um starfskjarastefnu. 
8.	Tillögur um nýjar samþykktir þar sem helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi: 
a.	Ákvæði í 4. gr. um rafræna þátttöku í hluthafafundum og rafræna hluthafafundi. 
b.	Ákvæði í grein 4.13 um að á dagskrá aðalfundar verði tillögur um starfskjarastefnu. 
c.	Ákvæði í 5. gr. um upplýsingar um framboðstilkynningu þeirra sem gefa kost á sér til stjórnarsetu. 
d.	Ákvæði um lengd boðunartíma í grein 4.17 breytt á þann veg að boðunartími er styttur úr tveimur vikum hið skemmsta í eina viku hið skemmsta. 
e.	Breyting á skilmálum í 15. gr. um heimild félagsins til lántöku með sérstökum skilyrðum. 
Að öðru leyti er einungis um að ræða endurröðun greina og breytingar á orðalagi samþykkta. 
9.	Önnur mál. 


Hluthöfum er sérstaklega bent á  að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. 

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. 

Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.icelandic.is eða á aðalskrifstofu félagsins frá sama tíma.  

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 14:00 á fundarstað Nordica Hotel.

Reykjavík 8. mars 2007.

Stjórn Icelandic Group hf.