Félagsbústaðir - Ársuppgjör 2006


Félagsbústaðir, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið félagsins er að starfa í þágu almenningsheilla og skal rekstur þess vera sjálfbær.


Lykiltölur úr ársuppgjöri Félagsbústaða hf.

	Uppgjör	Uppgjör	Uppgjör	Uppgjör
Rekstrarreikningur í millj.kr.	2006	2005	2004	2003
Rekstrartekjur samtals	1.576	1.296	1.190	1.082
Aukning rekstrartekna	21,6%	8,9%	10,0%	22,6%
Rekstrargjöld samtals	823	757	703	659
Aukning rekstrargjalda	8,7%	7,7%	6,7%	21,7%
Rekstrarhagnaður 	753	539	487	423
Fjármagnskostnaður	1.211	757	624	431
Tap fyrir matsbreytinu og söluhagnað eigna	(458)	(218)	(137)	(8)
Endurgreiddur eignarskattur	0	0	33	0
Matsbreyting og söluhagnaður fjárfestingaeigna	1.294	4.831	1.594	959
Hagnaður ársins	836	4.613	1.490	951
				
				
Efnahagsreikningur í millj.kr.	31-des-06	
31-des-05	31-des-04	31-des-03
Eignir samtals	26.592	22.634	16.789	14.060
Skuldir samtals	14.595	11.518	10.332	9.138
Eigið fé samtals	11.997	11.116	6.457	4.922
Eiginfjárhlutfall	45,1%	49,1%	38,5%	35,0%
				
Sjóðstreymi í millj.kr.				
Veltufé frá rekstri	317	215	251	188
Handbært fé frá rekstri	287	233	288	277
				
Keyptar fasteignir mkr.	3.069	1.379	1.243	1.750
Söluverð seldra eigna	365	344	190	367
				
Fjöldi starfsmanna að meðaltali	23	22	22	22
Fjölgun íbúða á árinu	224	50	151	125
Fjöldi íbúða í árslok 	1.963	1.739	1.689	1.538


Rekstur og afkoma
Leigutekjur Félagsbústaða á árinu 2006 námu 1.576 millj. kr., sem er 22% aukning tekna frá árinu á undan. Hækkunin skýrist annars vegar af hækkun leigu samkvæmt neysluverðsvísitölu og hins vegar af fjölgun íbúða í útleigu á árinu.

Tap varð á rekstri félagsins á árinu 2006 fyrir matsbreytingu og söluhagnað fjárfestingaeigna að fjárhæð 458 millj. kr. miðað við 218 millj. kr. tap árið á undan. Aukið rekstrartap félagsins á árinu skýrist af hækkun verðbóta langtímalána en þær jukust um 343 millj. kr. eða um 80% frá árinu á undan. Þegar hins vegar tekið er tillit til matsbreytinga og söluhagnaðar fjárfestingaeigna nemur hagnaður af rekstri félagsins 836 millj. kr. á árinu 2006 miðað við 4.613 millj. kr. hagnað árið áður.

Efnahagur
Fjárfestingaeignir Félagsbústaða hf. eru færðar á gangverði í samræmi við hækkun fasteignamats eigna á árinu og nam bókfært verð þeirra 26.288 millj. kr. í árslok 2006 en námu 22.329 millj. kr. árið áður. Eigið fé félagsins nam 11.997 millj. kr. að meðtöldu 2.175 millj. kr. hlutafé borgarsjóðs. Eiginfjárhlutfall Félagsbústaða var 45% í árlok 2006 og hefur lækkað úr 49% frá árinu á undan. Rekstur Félagsbústaða skilaði 317 millj. kr. hreinu veltufé á árinu 2006. Handbært fé frá rekstri nam 287 millj. kr. samanborið við 233 millj.kr. árið áður.

Kaup og sala íbúða
Á árinu 2006 voru keyptar samtals 249 íbúðir en þar af voru keyptar 124 þjónustuíbúðir af Reykjavíkurborg ásamt þjónusturými í tveimur þjónustkjörnum fyrir aldraða að Dalbraut 21-27 og Norðurbrún 1. Á árinu voru seldar 25 íbúðir og er því fjölgun almennra leiguíbúða 100 á árinu. Í árslok 2006 eiga Félagsbústaðir samtals 1963 íbúðir en þar af eru 296 þjónustuíbúðir fyrir aldraða.


Attachments

Felagsbustair - 12 2006.pdf