HB Grandi - Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund 23. mars


D A G S K R Á


1.	Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár.

2.	Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.

3.	Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.

4.	Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.

5.	Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

6.	Kosning stjórnar félagsins.

7.	Kosning endurskoðenda skv. 21. gr.

8.	Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum.

9.	Önnur mál, sem löglega kunna að vera lögð fyrir fundinn eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.


Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30 á aðalfundardegi.


Tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 23. mars 2007

Tillaga um greiðslu arðs

"Aðalfundur HB Granda hf. haldinn 23. mars 2007 samþykkir að greiddur verði 12% arður vegna ársins 2006, til þeirra hluthafa sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok dags 23. mars 2007, alls að fjárhæð 204.745.544 kr. sem verði greiddur 23. apríl nk. Arðleysisdagur er því 26. mars 2007."

Tillaga að starfskjarastefnu HB Granda skv. 3. grein laga nr. 2/1995 um hlutafélög

Stefna stjórnar HB Granda hf. um starfskjör æðstu stjórnenda hefur það að markmiði að laða að mjög hæft starfsfólk.

Auk fastra launa er heimilt að veita æðstu stjórnendum aukagreiðslur, fríðindi eða aðra umbun meðal annars með eftirfarandi hætti:

1.	Með afnotum tækja og búnaðar sem tengist starfi, svo sem farsíma, fartölvu, PC tölvu, nettengingu frá heimili til vinnustaðar og annars áþekks búnaðar sem nýtist starfsmanni í hans störfum.  Einnig er heimilt að starfsmenn hafi bifreið til afnota.

2.	Með árangurstengdum kaupaukum.  Félagið getur greitt kaupauka sem byggja á árangri einstakra stjórnenda í starfi.  Greiðsla kaupauka tengist ýmist árangri samstæðunnar í heild eða beinum árangri stjórnandans.

3.	Félagið veitir stjórnendum ekki lán.

4.	HB Grandi hf. greiðir hlut vinnuveitanda til lífeyrissjóða samkvæmt lögum og almennum samningum sem tíðkast á vinnumarkaði.  Stefna félagsins er að gera ekki eftirlaunasamninga við stjórnendur félagsins.

5.	Stefna HB Granda hf. er að ekki séu gerðir sérstakir starfslokasamningar við stjórnendur í ráðningarsamningum, heldur gildi almenn gagnkvæm uppsagnarákvæði eins og almennt tíðkast á vinnumarkaði. 


Tillaga um þóknun til stjórnarmanna

"Þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár kr. 700.000-. Formaður taki þrefaldan hlut."

Kosning stjórnar

Framboðsfrestur rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Kosning endurskoðanda

"Endurskoðunarfélag: KPMG Endurskoðun hf."

Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum

"Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.  Kaupverð hluta skal vera hæst 15% yfir síðasta þekktu söluverði á First North markaðinum áður en kaup eru gerð."


Dagskrá, tillögur stjórnar og endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2006 liggja frammi á skrifstofu félagsins Norðurgarði, Reykjavík, hluthöfum til sýnis. Einnig má nálgast gögnin á heimasíðu félagsins www.hbgrandi.is