MP Fjárfestingarbanki - Ársuppgjör 2006


Leiðrétting:
Vaxtatekjur námu 2.401 millj. kr. og hækkuðu um 254% frá árinu áður. Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 65 millj. kr.  (var 65 þús. Kr.) og undir Breyting í lykiltölum voru allar prósentutölur leiðréttar

Stjórn MP Fjárfestingarbanka hf. samþykkti reikninga bankans fyrir árið 2006 á fundi sínum fimmtudaginn 
15. mars 2007. 


Lykiltölur
Fjárhæðir eru í þúsundum króna					
	Samstæða  		
	2006  		2005  		Breyting  
Rekstrarreikningur					
Vaxtatekjur	2.401.903  		944.434  		154%
Vaxtagjöld	2.336.760  		953.162  		145%
Hreinar vaxtatekjur	65.143  		(8.728)		846%
Aðrar rekstrartekjur	2.109.661  		971.285  		117%
Hreinar rekstrartekjur	2.174.804  		962.557  		126%
Önnur rekstrargjöld	(565.076)		(294.784)		92%
Hagnaður fyrir tekjuskatt	1.609.728  		667.773  		141%
Tekjuskattur	(293.927)		(54.348)		441%
Hagnaður	1.315.801  		613.425  		115%
					
					
Efnahagsreikningur	2006  		2005  		
Eignir:					
Sjóður og kröfur á lánastofnanir	2.898.986  		1.211.809  		139%
Útlán	7.188.550  		2.900.351  		148%
Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum	30.343.987  		19.744.120  		54%
Aðrar eignir	2.301.828  		1.244.851  		85%
Eignir samtals	42.733.351  		25.101.131  		70%
					
Skuldir og eigið fé:					
Skuldir við lánastofnanir	7.733.282  		1.178.199  		556%
Lántaka	25.468.798  		18.997.764  		34%
Aðrar skuldir	4.395.549  		1.484.379  		196%
Tekjuskattskuldbinding	0  		20.990  		0%
Víkjandi lán	58.437  		72.632  		-20%
Eigið fé	5.077.285  		3.347.167  		52%
	42.733.351  		25.101.131  		70%
					
Eiginfjárhlutfall (CAD)	19,20%  		28,50%  		


Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag 

"	Hagnaður af rekstri MP Fjárfestingarbanka hf. á árinu nam 1.315 millj. kr. samanborið við 613 millj. kr. árið áður.
"	Arðsemi eigin fjár jafngildir 39,6% ávöxtun á ársgrundvelli.
"	Vaxtatekjur námu 2.401 millj. kr. og hækkuðu um 154% frá árinu áður. Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 65 millj. kr.
"	Hreinar rekstrartekjur námu 2.175 millj. kr. og hækkuðu um 126% frá árinu áður.
"	Þjónustutekjur námu 1.052 millj. kr. og hækkuðu um 56% frá árinu áður.
"	Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi nam 1.059 millj. kr. samanborið við 286 millj. kr. árið áður.
"	Önnur rekstrargjöld hækkuðu um 92% frá árinu áður og námu 565 millj. kr. Þessi hækkun er þó í samræmi við mikinn vöxt bankans á árinu 2006.
"	Framlag í afskriftareikning nam 100 millj. kr. Afskriftareikningur útlána í lok ársins nam 41 millj. kr. eða 0,6% af útlánum og veittum ábyrgðum.
"	Útlán til viðskiptamanna í árslok 2006 voru 7.189 millj. kr. samanborið við 2.900 millj. kr. í ársbyrjun.
"	Heildareignir bankans í árslok 2006 voru 42.733 millj. kr. samanborið við 25.101 millj. kr. í ársbyrjun. Hækkunin er 70%.
"	Eigið fé í árslok nam 5.077 millj. kr. samanborið við 3.347 millj. kr. í ársbyrjun. Hækkunin er 1.730 millj. kr. eða 52%.
"	Á árinu var hlutafé hækkað um 70 millj. kr. að nafnverði. Söluverð hlutafjárins nam 565 millj. kr.
"	Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar í árslok var 19,2% en í ársbyrjun var það 28,5%.

Aðalfundur MP Fjárfestingarbanka verður haldinn í lok mars. Stjórn félagsins mun leggja fram tillögu um að greiddur verði 18% arður eða 192,6 millj. kr. Það svarar til 14,6% af hagnaði ársins.


Metár í sögu bankans og góðar horfur

Árið 2006 var metár í rekstri og afkomu MP Fjárfestingarbanka. Aukning varð á flestum sviðum starfseminnar og hagnaður bankans á árinu 2006 varð meiri en nokkru sinni áður. Markaðsviðskipti og eignastýring gengu mjög vel á árinu og er sömu sögu að segja af eigin viðskiptum bankans. Meirihluti hagnaðar eigin viðskipta var af erlendum fjárfestingum. Samhliða vexti bankans fjölgaði stöðugildum bankans úr 22 í byrjun árs í 26 í lok árs. 

Afkoma bankans verður að teljast mjög góð í ljósi þess að starfsumhverfi hans var mjög krefjandi á árinu, innlendir sem erlendir hlutabréfamarkaðir sveifluðust mikið og ávöxtunarkrafa á innlendum skuldabréfamarkaði hækkaði mikið. Bankinn styrkti undirstöður rekstrarins innanlands, meðal annars var innra skipulag bætt og áhættustýring styrkt. Nýtt tekjusvið innan bankans, fjárstýringarsvið, var stofnað á árinu.  Stofnun sviðsins var nauðsynleg til að styðja við áframhaldandi vöxt bankans í gegnum fjölbreyttari fjármögnunarleiðir. 

Á árinu var lagður grunnur að frekari á útrás bankans. MP fékk aðild að kauphöllum Eystrasaltslandanna þriggja og er kominn í hóp veltumestu aðila kauphallanna. Á árinu var ákveðið að opna útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, og hófst starfsemin þar 1. janúar 2007. Útibúið mun veita fjárfestum í Eystrasaltsríkjunum og á Norðurlöndunum fjármálaþjónustu með áherslu á fjárfestingar á fjármálamörkuðum í Austur-Evrópu. Starfsmenn útibúsins eru 5 talsins.

Bankinn stendur vel að vígi til áframhaldandi vaxtar, þar sem megináherslan verður að styrkja og útvíkka starfsemi bankans á Íslandi ásamt því að sækja inn á ný markaðssvæði. MP Fjárfestingarbanki hefur nú þegar skapað sér þá sérstöðu að vera öflugur samtarfsaðili íslenskra fjárfesta í austurvegi og hyggst efla þá starfsemi til muna á næstu misserum.  

Frekari upplýsingar veitir:
Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka hf., í síma 540 3200.


MP Fjárfestingarbanki hf. er ört vaxandi og framsækið fjármálafyrirtæki sem hefur lagt áherslu á smærri markaði og nýmarkaði í Evrópu með mjög góðum árangri. Bankinn sinnir eignastýringu fyrir einstaklinga og fagfjárfesta, annast miðlun verðbréfa á innlendum og erlendum mörkuðum og fæst við margvísleg verkefni sem tengjast þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, sveitarfélaga og fagfjárfesta. Aðalskrifstofa bankans er í Reykjavík en hann rekur útibú í London og Litháen. Nánari upplýsingar um MP Fjárfestingarbanka má finna á www.mp.is. 

Attachments

MP Investment Bank - Annual Results 2006.pdf