Landsvaki - Ársuppgjör 2006


Ársreikningur Landsvaka hf. 2006

Inngangur:
Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans, hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2006.  Á árinu 2006 útvíkkaði Landsvaki vöru- og þjónustuframboð sitt með stofnun sjö nýrra sjóða; fjögurra fjárfestingarsjóða og þriggja fagfjárfestasjóða.   Landsvaki hf. er dótturfélag Landsbanka Íslands hf. og er A-hluti ársreiknings Landsvaka hf. hluti af samstæðureikningi bankans.

Lykiltölur í þúsundum króna

	1.1-31.12.2006	1.1-31.12.2005
Hreinar rekstrartekjur	1.341.977	1.191.009
Rekstrargjöld	1.305.950	1.098.402
Hagnaður fyrir skatta	36.027	92.606
Hagnaður eftir skatta	29.543	75.937
		
Eigið fé	119.945	190.402
Eiginfjárhlutfall	17,7%	36,4%
Eiginfjárhlutfall*	21,2%	55,1%
* skv. ákvæðum 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki. 


"	Heildarfjármunir í stýringu Landsvaka námu 165,2 milljörðum króna í árslok.  

"	Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning rekstrarfélagsins og B-hluta sem inniheldur ársreikning verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar voru af Fjármálaeftirlitinu.

"	Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóða í rekstri. 


Horfur í rekstri Landsvaka hf. eru almennt góðar og félagið er vel í stakk búið til að mæta vexti í starfseminni.  Lykilárangursþættir í rekstri Landsvaka er árangur í ávöxtun fjármuna og vöxtur stofna í umsýslu.  Vel hefur tekist til með ávöxtun sjóða og stofnar félagsins vaxið verulega en Landsbankinn er aðalsöluaðili sjóða Landsvaka.  


Verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Landsvaka hf. árið 2006.

"	Í árslok 2006 voru níu verðbréfasjóðir, tíu fjárfestingarsjóðir og fimm fagfjárfestasjóðir í rekstri hjá Landsvaka hf. og námu heildarfjármunir í stýringu 165,2 milljörðum króna sem er aukning um 37,6% á árinu.  

"	Ávöxtun sjóða félagsins var góð á árinu 2006. Ávöxtun verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða  er birt í skýringu 3 með viðkomandi ársreikningum Landsvaka hf..  Heildarhagnaður færður á hlutdeildarskírteini var 16.880 milljónir króna á árinu.

"	Á árinu 2006 voru keypt hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum Landsvaka hf. fyrir samtals 28.493 milljónir króna og innleyst fyrir 39.204 milljónir króna. Innlausnir umfram sölu námu 10.711 milljónum króna.

"	Á árinu 2006 voru keypt hlutdeildarskírteini í fjárfestingarsjóðum Landsvaka hf. fyrir samtals 427.696 milljónir króna og innleyst fyrir 399.627 milljónir króna. Sala umfram innlausnir nam því 28.069 milljónum króna.

"	Á árinu 2006 voru keypt hlutdeildarskírteini í fagfjárfestasjóðum Landsvaka hf. fyrir samtals 1.597 milljónir króna.



Lykiltölur úr ársreikningi verðbréfasjóða, í þús. kr.

Tölur í m.kr.	Landsb. Global Equity	Markaðs- bréf 1	Markaðs- bréf 2	Markaðs- bréf 3	Markaðs- bréf 4
Hreinar fjármunatekjur  	1.681.981	160.528	82.157	278.644	392.234
Rekstrargjöld	89.459	19.791	9.301	56.050	59.044
Hagn. ársins færður á hlutdeildarskírteini  	1.592.522	140.738	72.856	222.594	333.190
 	 	 	 		
Hrein eign í árslok	6.632.693	953.553	273.454	3.649.309	5.268.897


Lykiltölur úr ársreikningi verðbréfasjóða, í þús. kr.   (frh.)

Tölur í m.kr.	Reiðu-bréf	Skulda-bréfasj.	Sparibréf	Vísitölubréf	Samtals 2006
Hreinar fjármunatekjur  	238.682	181.788	901.396	866.475	4.783.887
Rekstrargjöld	25.016	34.181	130.205	63.492	486.539
Hagn. ársins færður á hlutdeildarskírteini  	213.667	147.607	771.191	802.983	4.297.348
 	 	 	 		 
Hrein eign í árslok	1.462.805	2.025.687	9.333.166	3.132.890	32.732.455


Lykiltölur úr ársreikningi fjárfestingarsjóða, í þús. kr.

Tölur í m.kr.	Fyrirtækja-bréf	Úrvals-bréf	Peningabréf ISK	Landsb. Global Opportunity	Safnbréf skuldabréf / hlutabréf	Safnbréf innlend/ erlend
Hreinar fjármunatekjur  	2.754.130	1.399.430	8.896.287	87.588	16.569	28.537
Rekstrargjöld	339.137	146.308	498.536	36.795	5	58
Hagn. Ársins færður á hlutdeildarskírteini  	2.414.994	1.253.122	8.397.751	50.793	16.563	28.479
 	 	 	 			
Hrein eign í árslok	18.272.302	7.469.026	80.137.126	1.526.575	278.078	264.523


Tölur í m.kr.	Landsbanki Diversified Yield Fund	Peningabréf EUR	Peningabréf USD	Peningabréf GBP	Samtals 2006
Hreinar fjármunatekjur  	46.959	162.287	102.605	78.838	13.573.231
Rekstrargjöld	3.101	16.940	6.365	5.413	1.052.659
Hagn. ársins færður á hlutdeildarskírteini  	43.858	145.347	96.240	73.425	12.520.572
 	 	 	 		 
Hrein eign í árslok	1.715.920	4.186.399	1.926.633	1.207.089	116.983.672


Lykiltölur úr ársreikningi fagfjárfestasjóða, í þús. kr.
Tölur í m.kr.	Landsbanki Mezzanine Fund	Landsbanki Mezzanine Fund II	Landsbanki Private Equity 1	Landsbanki Absolute Return Strategies	Landsbanki Aquila Real Estate Fund	Samtals 2006
Hreinar fjármunatekjur  	195.891	2.456	417.481	22.245	0	638.073
Rekstrargjöld	22.266	4.869	29.714	1.539	134.699	193.087
Hagn. ársins færður á hlutdeildarskírteini  	173.624	-2.414	387.767	20.707	-134.699	444.986
 						
Hrein eign í árslok	705.624	309.404	4.240.381	1.146.633	-134.699	6.267.343

Horfur 
Rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða Landsvaka hf. er margþættur og rekstur sjóða háður þróun á þeim mörkuðum sem þær fjárfesta á.  Í upphafi árs eru horfur ágætar á þeim mörkuðum, en ávöxtun sjóða er háð mörgum utanaðkomandi þáttum sem er vert að hafa í huga og skilyrði geta breyst skjótt.

Nánari upplýsingar um ársreikning Landsvaka hf. veita Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður í síma 410 7151 og Sigurður Ó. Hákonarson framkvæmdastjóri í síma 410 7171.

Attachments

Landsvaki 12 2006.pdf