Icelandair Group - Dótturfélag sektað af Samkeppniseftirlitinu


Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun nr. 13/2007, sem kynnt var í dag, komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair ehf., dótturfélag Icelandair Group hf., hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar og London á árinu 2004, og ákveðið að félagið skuli greiða kr. 190.000.000 sekt fyrir brotið. Icelandair ehf. hefur þegar ákveðið að vísa ákvöruninni til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála.